Morgunblaðið - 29.10.2020, Síða 67

Morgunblaðið - 29.10.2020, Síða 67
saman við eins konar sjónrænni dag- bók ferðalagsins. Stíllinn hefur verið kallaður „deadpan“: verkin öguð, stílhrein, laus við tilfinningasemi en afar upplýsandi um heiminn sem linsunni er beint að og skráður á stórar blaðfilmurnar. Joel Sternfeld (f. 1944) safnaði nokkrum árum síðar saman á ekki síður löngum ferðalög- um myndunum sem komu út í bók- inni American Prospects (1987). Sternfeld leitar ekki meðvitað að neinu æsilegu en finnur engu að síð- ur undarlegar hliðar og iðulega írón- ískar á hversdagsheiminum sem hann á leið um og skrásetur á sín stóru filmublöð, á ekki síður form- rænan og agaðan hátt en Shore, en mun hlýlegri þó. Báðir þessir ljósmyndarar eru bandarískir og eru að fjalla um sína eigin þjóð, heiminn sem þeir spretta sjálfir upp af og birtist til að mynda sem öfgakennt og afar misskipt neyslusamfélag sem er mótað af sameiginlegum minnum úr fjöl- miðlum og annarri afþreyingu. Áhrifamiklar, ögrandi myndir En það eru ekki bara bandarískir ljósmyndarar sem skrásetja veru- leikann vestanhafs með afgerandi hætti. Síðustu ár hefur fyrrnefndur breskur ljósmyndari, Mark Power, farið í fjölmarga leiðangra um ólíka hluta landsins og skrásett upplifanir sínar á stóra og hæga myndavél, ekki þó á blaðfilmu, heldur stafrænt. Og afrakstur vinnu hans er smám saman að koma út í bókaröð sem hann kallar Good Morning, America. Tvö fyrstu bindin eru komin út á vegum GOST-forlagsins breska, og von er á þremur bindum til. Power er félagi í Magnum-ljósmyndara- hópnum, sem kalla má áhrifamesta samvinnuhóp ljósmyndara sem nokkru sinni hefur verið settur sam- an. Hann var stofnaður árið 1947 af nokkrum þekktustu ljósmyndurum þess tíma og hefur síðan stutt vinnu félaganna að ólíkum verkum, verk- efnum sem oft takan langan tíma eins og þetta, og sér svo um að koma þeim á framfæri. Bækur Powers, Good Morning, America, eru einhver áhrifamestu ljósmyndaverk sem koma út um þessar mundir, og er samkeppnin þó hörð nú á sannkallaðri gullöld bók- verka skapandi ljósmyndara. Þetta eru bækur í stóru broti og mynd- irnar birtast stórar eftir því – þá eru margar þeirra í panorama-formati og prentaðar á síðum sem er flett út svo myndirnar verða hátt í 70 cm breiðar þegar þær mæta sjónum þeirra sem skoða, og magn upplýs- inganna í óaðfinnanlegri ítalskri prentuninni er með ólíkindum. Í fyrra bindinu eru 57 ljósmyndir, 70 í hinu. Þær eru allar teknar á tím- anum frá hausti inn í vor á síðustu fjórum árum, og víða komið við; í landbúnaðarhéruðum, í „Ryðbelt- inu“ svokallaða, í suðri sem norðri, í ýmsum borgum og smáþorpum. Í eftirmála fyrra bindisins kveðst Power hafa dreymt um það síðan í æsku að kanna þau Bandaríki sem hann kynntist þá við að horfa á alls kyns sjónvarpsefni þaðan, Bandaríki sem líklega hafa aldrei verið til í raun. Og hann segir að á fundum Magnum-hópsins hafi hann fengið uppbyggilega en á tíðum, og skilj- anlega, harða gagnrýni og þá eink- um frá bandarískum samstarfs- mönnum á þetta verk sem hann var að móta. Á þá vissulega upplýsandi og á stundum afhjúpandi og ögrandi sýn útlendingsins á landið þeirra sem hérna birtist. Í eftirmála annars bindis líkir Power verkefninu við umfangsmikið púsluspil sem muni ekki skýrast fyrr en öll bindin fimm verða komin út. Og það er skiljanlegt, því heimurinn sem birtist í myndum Powers er oft mjög brotakenndur, eins og banda- rískt samfélag einmitt birtist okkur sem horfum á það utan frá um þess- ar mundir. Þetta eru raunsæisverk, og sýnin á köflum æði nöturleg, grimm og jafnframt afhjúpandi. Íbúar landsins eru sjaldnast í aðalhlutverki í mynd- unum heldur birtast eins og leikarar í umfangsmiklum sviðsmyndum; eldri hjón í vegasjoppu, ungar konur að biðjast fyrir undir vegg eða heim- ilislaus kona sem situr á gangstétt. En hér eru margar baklóðir, þjóð- vegabrýr, haugar bílhræja úti í skógi, hraðbrautir, hrörlegar bygg- ingar og líka tuskudýr fest við staur, köttur sem hefur verið drekkt í poka, hús að brenna. Og á mörgum myndanna sjást heiftúðug pólitísk skilaboð, þar sem til að mynda er ráðist að Obama fyrrverandi forseta og frjálslyndum – „Liberalism is a mental disorder“ stendur á húsi einu í Louisiana. Skilaboð eins og þau sem streyma frá forseta landsins. Enda er þessi sýn Marks Power á landið sem Trump stýrir frá Hvíta húsinu svo merkilega beitt og upp- lýsandi. Hvernig sem kosningarnar fara í næstu viku eiga þessar bækur Powers eftir að lifa sem merkileg heimild um tíma í sögu þjóðar, rétt eins og bækur forvera hans, Evans, Franks, Shores og Sternfelds. Mark Power/Magnum Photos Upphafið „Harlan, Kentucky“, frá desember 2015, er fyrsta ljósmyndin í fyrsta bindi verks Powers. Teinar liggja til beggja átta, í klofnu samfélagi. Matt Black/Magnum Photos Ljósmyndarinn Mark Power ljósmyndaður við vinnu sína við bókaflokkinn á ónefndum stað í Bandaríkjunum, af félaga sínum í Magnum-hópnum. MENNING 67 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. OKTÓBER 2020 Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is SANGSIN gæðavara frá Kóreu BREMSU VÖRUR í flestar gerðir bíla 2012 2020 Ínýrri skáldsögu HalldórsArmands, Bróður, er sögðsaga Skarphéðins Skorraréttarheimspekings, sem reynist myrkari en hún virðist við fyrstu sýn. Sögumaðurinn er ung kona, Hanna, sem fyrir tilviljun rekst á Skarphéðin Skorra þar sem hann selur grænmeti á bændamarkaði í Borgarfirði og hún flækist í kjölfarið inn í líf hans. Hanna er honum þó ekki alls ókunnug því yngri systir hans Hrafntinna var með henni í menntaskóla og var á þeim tíma hálfgert átrún- aðargoð hennar. Saman förum við, lesandi og sögumaður, í ferðalag þar sem við reynum að átta okkur á persón- unni Skarphéðni Skorra og sam- bandi hans við systur sína Hrafn- tinnu. Hanna hafði komið til Borgarness í von um að skrifa skáld- sögu og Skorri reynist hafa sögu að segja. Hluti af sögunni gerist árið 2008, þar sem við fylgjumst með Skorra og fjölskyldu hans, sem reynir að fóta sig eftir móðurmissi. Þar tekst höf- undinum að draga upp mynd af flóknum fjölskylduböndum. Persónusköpunin er afar vönduð, hver persóna fyrir sig reynist í senn flókin og heildstæð. Kafað er djúpt í dýpstu kima sálarinnar og reynist Halldór vera glöggur sálgreinir. Lýsingar hans á glímu barna og ungs fólks við hugmyndina um dauðann og á þeim áhrifum sem áföll geta haft á sýn manna á lífið eru sannfærandi. Verkið er stútfullt af heimspeki- legum vangaveltum um tilgang lífs- ins. Oftar en ekki hittir Halldór nagl- ann á höfuðið en þrátt fyrir að þessar vangaveltur séu áhugaverðar situr ekki mikið eftir að lestri loknum. Halldór kannar einnig hugmyndir um hvað það er að skrifa, um hlut- verk rithöfundar og sögumanns og ekki síst um mátt orðsins. Það hefði verið forvitnilegt að sjá höfundinn kafa dýpra í þetta þema en það bíður kannski betri tíma. Tilraunir höfundarins með hlut- verk skáldskaparins eru þó ekki allar jafn vel heppnaðar. Aðalpersónan, Skarphéðinn Skorri, tjáir sig á stöku stað í bundnu máli og þótt kvæðin hafi vissulega ákveðnu hlutverki að gegna hefðu þau vel mátt missa sín. Þeir sem voru hrifnir af fyrri bók Halldórs, Aftur og aftur (2017), munu eflaust njóta þess að lesa Bróð- ur. Halldór heldur að ýmsu leyti í sama stíl og í því verki. Höfundurinn kastar akkerum við kunnuglega at- burði, sem auðveldar lesandanum að ná áttum og auka á dramatíkina. Í Aftur og aftur lék fall Tvíburaturn- anna stórt hlutverk en í Bróður eru það helst bankahrunið 2008 og leikur Íslands og Englands á Evrópumeist- aramótinu í knattspyrnu 2016. Söguþráðurinn er dramatískur, oftast passlega en á stöku stað óþarf- lega yfirdrifinn. Lesandinn mætir á ný flóknum persónum sem glíma við áföll og leyndarmál sem krauma undir yfirborðinu. Auk þess sem samtímanum eru gerð góð skil. Bróðir er margbrotið samtíma- verk sem tekur á stórum spurn- ingum um sorg, sektarkennd, áföll, fjölskyldubönd, líf og dauða. Þrátt fyrir alvarleg viðfangsefni tekst höf- undinum að halda í léttleikann, sem gerir verkið að góðri afþreyingu. Halldóri tekst ágætlega að byggja upp spennu og Bróðir heldur athygli manns allt til enda. Skáldsaga Bróðir bbbmn Eftir Halldór Armand. Mál og menning, 2020. Innb., 292 bls. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR BÆKUR Höfundurinn „Bróðir er margbrotið samtímaverk sem tekur á stórum spurningum um sorg, sektarkennd, áföll, fjölskyldubönd, líf og dauða,“ seg- ir gagnrýnandi um nýja skáldsögu Halldórs Armands sem var að koma út. Glíman við stóru spurningarnar Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.