Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Side 17

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Side 17
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS16 og þekking fór forgörðum. Nútíðarmönnum finnst þetta harla broslegar aðfarir, en eru þó hörmulegar. Við gildistöku fornleifalaganna 1907 tók að mestu fyrir slíkan „fornleifagröft“ en þrátt fyrir það fóru menn oft ógætilega ef þeir rákust á fornmannagrafir eða aðrar fornminjar. Dæmigerð frásögn er af því er vegamenn fundu fornmannskuml nyrðra og rótuðu þá af forvitni í gröfinni. Vegamálastjóra bar þar að og hvatti menn til að grafa sem víðast í kring ef ske kynni að leyndust fjársjóðir í gröfinni. Hrossbein sem fundust voru send Þjóðminjasafninu en um mannsbeinin leituðu menn álits biskups sem lagði fyrir að grafa þau í vígðri mold. Þetta sýnir hvernig menn brugðust oft við fundi merkra fornleifa. Telja má að fyrsta fornleifarannsókn hérlendis, sem viðunandi megi kalla, sé rannsókn þeirra Daniels Bruuns og Finns Jónssonar á „hofinu“ svonefnda á Hofstöðum í Mývatnssveit árið 1908. Hún markaði þó engin tímamót þar sem enn leið á löngu unz farið var að rannsaka fornleifar hér að marki. Síðar var rústin á Hofstöðum rannsökuð á ný og kom þá margt fram sem ekki varð ljóst við hina fyrri rannsókn. Við gildistöku fornleifalaganna 1907 var stofnað embætti „forn menja varðar“ og var Matthías Þórðarson skipaður í það embætti. Hans beið mikið starf á öllum sviðum minjavörzlu og rannsókna. Hann fór víða um landið og rannsakaði kuml og fornar bæjarústir. Kuml komu víða í ljós við jarðrask, í melhólum þar sem vegagerðarmenn tóku möl í vegina eða nærri bæjum þar sem brotið var land til túnræktar, og sum blés upp. Matthías virðist þó ekki hafa verið sérlega natinn við rannsóknir sínar, teikningar hans og mælingar eru ekki afarnákvæmar og ljósmyndir tók hann fáar, einnig eru lýsingar hans oft afar stuttorðar. Hann gróf einnig upp nokkra fornbæi á árunum 1924-1938 og hann stóð fyrir hinum umfangsmiklu rannsóknum norrænna fornleifafræðinga í Þjórsárdal árið 1939 og annaðist sjálfur uppgröft bæjar og kirkjugarðs á Skeljastöðum. Verður að segja að rannsóknir Matthíasar, mælingar, teikningar og skýrslur um þær, standi allmjög að baki verkum erlendra fornleifafræðinga, enda virðist svo sem Matthíasi hafi ekki verið fornleifarannsóknir sérlega hugleiknar. Áhugi hans og þekking lágu frekar á sviði listmenntar og listiðnar. Er Kristján Eldjárn kom til starfa á vettvangi fornleifarannsókna má segja að þá hafi skjótlega orðið breyting á. Kristján var Svarfdælingur, fæddur að Tjörn í Svarfaðardal 6. desember 1916. Hann tók stúdentspróf frá Mennta skólanum á Akureyri vorið 1936 og sigldi þá um haustið til Kaupmannahafnar. Hann hugðist leggja þar stund á nám í ensku og latínu við háskólann, að því er hann sagði mér eitt sinn, enda var hann málamaður
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.