Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 31
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS30
og sögu, eru þjóðir alltaf menningarlega mótaðar og sér þess merki hvert
sem litið er. Framsetning á sjálfsmynd og menningararfi Íslendinga er þar
engin undantekning, en hún hefur einkennst af ráðandi hugmyndum um
sérstöðu þeirra á grundvelli náttúru, tungumáls og bókmennta,3 sem skilur
undan aðra þætti í samfélagi og menningu Íslendinga. Á undanförnum
árum hafa fræði- og listamenn sett spurningarmerki við þessa greiningu
og m.a. beitt kaldhæðni á meint einkenni sjálfsmyndar Íslendinga í fortíð
og samtíð.
Í fræðilegri útlistun sýningarverkefnis frá 2011 sem bar það kald-
hæðnislega heiti KODDU, er bent á hvernig hugmyndir Íslendinga um
náttúru eru ráðandi sem markaðstæki hins opinbera og fyrirtækja og séu
fyrst og fremst kúgandi af l í menningarlegum efnum á borð við listir.4
Íslensk náttúra er þar með ekki hlutlaus umgjörð, heldur pólitískt tæki til
ímyndasköpunar og hefur þær af leiðingar að stýra listsköpun. Tungumálið
hefur einnig fengið sinn skerf af gagnrýni, en Hallfríður Þórarinsdóttir
mannfræðingur hefur bent á í skrifum sínum að málfarsleg þjóðernishyggja
Íslendinga hafi verið náttúrugerð og álitin heilög kennisetning sem megi
ekki hróf la við. Hallfríður hefur bent á í grein sinni með kaldhæðnislegu
yfirskriftinni „Málsvari heimsósóma“ að sé hróf lað við hefðbundnum
viðhorfum í þessum efnum sé efast um þjóðhollustu og vitsmuni þeirra
sem gagnrýna málstjórnunina og/eða málpólitíkina sem rekin hefur verið.
Á það ekki síst við um það fólk, heldur hún fram, sem beitir tungumálinu
með öðrum hætti en talsmenn málstjórnunar og/eða málpólitíkur telja
ásættanlegt.5 Íslensk málpólitík hefur þar með grundvallast á f lokkun
tungumálsins sem hefur verið stigveldisraðað og einn f lokkur tekinn fram
yfir annan sem meira gildandi. Þjóðfræðingarnir Katla Kjartansdóttir og
Kristinn Schram hafa leitt að því líkum að viðhorf til íslensks menningararfs
og iðkun hans felist í uppfinningum og ýkjum. Þau hafa bent á að hefðarveldi
í greiningu á sjálfsmynd Íslendinga horfi fram hjá atbeina einstaklinga,
túlkunum þeirra og iðkun á því sem gjarnan er kennt við menningararf.
Sem dæmi hafa þau bent á hvernig lyktandi hákarl hefur verið notaður sem
hluti markaðsátaks íslenskra banka erlendis. Þar er íslenskur matur notaður
sem menningararfur, en á kaldhæðinn hátt til að viðhalda tiltekinni
sjálfsmynd. Hákarlslyktin er hins vegar ekki notuð nema að hluta til til
staðfestingar á sjálfsmynd Íslendinga, heldur einnig sem fyndin og skapandi
3 Gísli Sigurðsson 1996.
4 Sjá Ásmundur Ásmundsson o.fl. 2011. Einnig Tinna Grétarsdóttir o.fl. 2014.
5 Sjá Hallfríður Þórarinsdóttir 1999 og 2004.