Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Blaðsíða 34
33„SJALDAN FELLUR REÐUR LANGT FRÁ RÓTINNI“
menningarstofnanir, eins og söfn, til að vekja athygli á starfsemi sinni í
fjölmiðlum. Í fimmta lagi var hvatt til þess að gerður yrði meiri matur
úr framandleika íslenskrar menningar og sömuleiðis að hann væri nýttur
til efnahagslegrar uppbyggingar. Þessum áherslubreytingum var fengið
aukið vægi með tilvísan til hnattvæðingarferla, þar sem breytingarnar voru
sagðar óhjákvæmilegar og um leið tækifæri. Þar gegndi menningartengd
ferðaþjónusta stóru hlutverki.
Áherslurnar koma vel fram í opinberri skýrslu sem þáverandi mennta-
málaráðherra, Tómas Ingi Olrich, gaf út í ráðherratíð sinni og nefnist
Menningartengd ferðaþjónusta (2001). Skýrslan gegndi tvenns konar hlutverki,
annars vegar sem staðfesting á stefnu sem verið hafði í gerjun og hins vegar
stefnumótandi fyrir áherslur ríkisins í menningarlegum efnum, ekki síst í
málefnum safna, sýninga og setra. Skýrslan staðfestir að opinberlega hafði
verið opnað fyrir þann möguleika að tef la ætti saman með ákveðnari
hætti en oft áður heimildum fortíðarinnar og hugmyndum um „þarfir“
samtímans. Í skýrslunni er gerð tilraun til þess að greina helstu styrkleika og
veikleika íslenskrar menningar með tilliti til vaxandi ferðmannastraums til
landsins. Helstu styrkleikarnir eru taldir einstakar bókmenntir, samfélags-
gerð þjóðveldistímabilsins, almennur áhugi Íslendinga á menningu og
samband manns og náttúru. Til viðbótar við þennan lista er svo bætt við
tungumálinu, en um það segir í skýrslunni:
Menningaráhugi og almenn þátttaka í menningarstarfi er sterkur þáttur í
fari Íslendinga, sem rekja má óslitið frá þjóðveldi til nútímans. Ýmiss konar
menningarstarf virðist frá upphafi hafa verið eitt helsta tómstundagaman
Íslendinga. Hæst ber starf sem tengt er tungumálinu og rækt þjóðarinnar
við fornan og nýjan skáldskap. Ritunargleði, ættfræðiáhugi og almenn
fræðimennska og skráningarþörf þjóðarinnar af ýmsu tagi ber nægilegt
vitni um sérkennilegt samband frumleika og nýsköpunar, íhaldssemi og
sérvisku til að vekja áhuga menningarsinnaðra ferðamanna.21
Helstu veikleikar íslenskrar menningar með tilliti til ferðaþjónustunnar eru
að mati skýrsluhöfundar taldir fjórir og má segja að tillögur skýrslunnar
gangi út á að finna leiðir til að bæta úr veikleikunum eða hvernig
koma megi í veg fyrir þá. Í fyrsta lagi segir í skýrslunni að íslenskur
menningararfur sé „einkum fólginn í listrænum og bókmenntalegum
verðmætum og vísindastarfsemi.“ Þetta hefur það í för með sér að arfurinn
er ekki sýnilegur og því þarf að breyta að mati skýrsluhöfundar. Í öðru
21 Tómas Ingi Olrich 2001, bls. 7.