Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 38
37„SJALDAN FELLUR REÐUR LANGT FRÁ RÓTINNI“
Reðurstofa Íslands eða að „aka lökum eftir reðri“30
Af ofantöldu má sjá með hvaða hætti menningarpólitík nýfrjálshyggju
hefur hvatt til og endurmats á þáttum sem snerta kjarna í þeim stofnunum
sem vinna með menningararf og ekki síst á sviðum tungumálsins. Sumt
af endurmatinu hefur lætt sér inn í starfsemi stofnana og tungumálið sem
þau beita, án mikilla efasemda um réttmæti þess. Fræðimenn sem fjallað
hafa um söfn, sýningar og setur á undanförnum árum hér á landi hafa bent
á þetta tungutak nýfrjálshyggju í starfsemi þeirra. Anna Þ. Þorgrímsdóttir
hefur t.a.m. bent á hvernig fjárhagslegar mælistikur, sem eru helstu
mæli einingar nýfrjálshyggju, hafa orðið ráðandi í umfjöllun um söfn og
safna starf.31 Sömu sögu er að segja um menntunarleg hlutverk safna, en
gerðar hafa verið tilraunir til að koma til móts við safngesti með skapandi
frásögnum og húmor, í þeirri von að hreyfa við ímyndunaraf li gesta og
höfða til breiðari hóps en áður. Minjasafn Austurlands opnaði sem dæmi
sýningu sumarið 2008 sem fjallaði um íslensku sauðkindina. Í samtali sagði
sýningarstjórinn:
Þar voru nokkrir hlutir sem beinlínis voru settir upp sem fyndnir en höfðu
um leið sögulegt gildi/skírskotun til þess sem verið var að fjalla um: svarti
kassinn/peep show var sýningarkassi sem var þannig gerður að fólk þurfti
að gægjast hálfpartinn inn í hann til að sjá. Þar mátti m.a. sjá kindahjarta
í formalíni, útskorinn hrút sem var einnig yddari og var blýantinum
stungið inn í aftari endann á honum og pungurinn tekinn til að losa yddið,
sviðahaus í vakúmpakkningu og miði sem á stóð „ekki elska of mikið”.
Þar var verið að vísa til sagna um að sumum ísl[endinga] hafi þótt of vænt
um sauðkindina og notað hana til kynlífsiðkana en einnig til þess fjölda
brandara sem um þetta eru til. Við þorðum þó ekki að ganga lengra en
þetta.32
Þessi síðustu orð sýningarstjórans um að „þora ekki að ganga lengra“
afhjúpar það þekkingarlega stigveldi sem söfn telja sig gjarnan vera
hluta af og þar með að þeim beri skylda til að halda sig við viðurkennda
framsetningu þekkingar, hvort sem það er með sýningum eða safnkennslu.
Breytingarnar á menningarsviðinu í ljósi nýfrjálshyggju koma hins
vegar hvað skýrast fram með stofnun Hins íslenzka reðasafns árið 1997.
30 „(18. öld) Haga sér eftir aðstæðum, vera tækifærissinnuð.“ (Orðtakasafn HÍR).
31 Anna Þ. Þorgrímsdóttir 2008.
32 Elfa Hlín Pétursdóttir 2008.