Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 44
43„SJALDAN FELLUR REÐUR LANGT FRÁ RÓTINNI“
listinn sér samsvörun við útgefnar orðabækur með orðum eða orðtökum,
þar sem fylgja skýringar með og aðrar málfræðilegar, merkingafræðilegar
og menningarlegar útlistanir. Orðtakalistinn er einnig dæmi um tilbúning
á viðfangsefni safnsins en listinn varpar upp fjölmörgum spurningum
sem erfitt getur verið að fá svör við: Er fótur fyrir þessum orðtökum í
íslenskri menningu? Hverjar eru heimildirnar fyrir þeim? Er þetta grín?
Er grínið á kostnað einhvers og þá hvers? Er þetta gagnrýni á mennta-
og menningarstofnanir? Sýnir nýnæmi listans viðkvæmni þessara stofnana
fyrir umfjöllun um reðra?
Orðtökunum fylgja engar vísbendingar um að hér sé um skáldskap að
ræða, eftirlíkingar af rótgróinni „heimspeki og reynsluvísindi“ almennings49
eða að um sé að ræða leik safnsins með þátt í tungumálinu sem hæglega
má kenna við íslenskan menningararf. Orðtökin má í því ljósi líta á sem
tilraun til spillingar á tungumálinu þar sem verið er að afbaka hefð, ýta
undir siðrof tungumálsins þar sem orðtökin afvegaleiða hefðina, merkingu
og inntak orðtaka, en eru á sama tíma liður í hefðinni sjálfri.50 Linda
Hutcheon hefur bent á að sýningastjórum á söfnum er vandi á höndum
ætli þeir að beita kaldhæðni í starfsemi safna. Sé tekið mið af fjölbreyttum
áhuga og hugmyndum þeirra sem njóta safnastarfs s.s. eins og sýninga, er
ekki hægt að gera ráð fyrir því þeir sjái kaldhæðni eða kunni að meta hana,
greini þeir hana á annað borð.51 Orðtakasafnið varpar þar með áhugaverðu
ljósi á hefðbundin hlutverk safna, sem hafa verið vönd að virðingu sinni
og reynt að framfylgja viðurkenndum leiðum í að bera fram þekkingu á
viðfangsefnum sínum og styðjast þá oftar en ekki við sjónarmið sem hafin
eru yfir vafa um áreiðanleika. Í tilfelli Orðtakasafnsins er hins vegar grafið
undan þeirri hefð og brugðið á leik með gesti Hins íslenzka reðasafns.
Það er vel þekkt að tungumáli sé beitt á kaldhæðinn hátt til að sporna
við og mótmæla ríkjandi hefðum. Með menningarpólitík nýfrjálshyggju
myndaðist rými eða hvatning til að slíkum aðferðum væri beitt.
Lokaorð
Orðtakasafn Hins íslenzka reðasafns er liður í endurmati á sjálfsmynd
og menningararfi Íslendinga sem kenna má við menningarpólitík
nýfrjálshyggju. Safnið stígur fram með djarfari hætti en margar aðrar
49 Jón Friðjónsson 2014.
50 Sjá t.d. „Leiðréttingin er lygi“ 2014.
51 Hutcheon 1995, bls. 112.