Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Síða 46
45„SJALDAN FELLUR REÐUR LANGT FRÁ RÓTINNI“
heldur sé hann jafn fjarlægur öllum. Menningararfur er þar með álitinn
jafn ókunnur þeim sem hans njóta eða sammannlegur og skapar með þeim
hætti sameiginlegan grundvöll til skilnings. Í öðru lagi að beita húmor og
tvíræðni á viðfangsefni menningararfs sem reynst getur bæði sársaukafullt,
sorglegt og skipað fólki í andstæðar fylkingar.58 Í innlendri og erlendri
umfjöllun um safnið er til að mynda áberandi að sumum finnst það vera
pínlegt, að verið sé að gera grín að Íslendingum og einnig þeim sem áhuga
hafa á að skoða það. Gildi safnsins er einnig dregið í efa og eru skiptar
skoðanir um það, en margir álíta það einhvers virði, á meðan aðrir gera
lítið úr því. Hið íslenzka reðasafn hefur tekið þessi skref sem Holtorf
leggur til og má meðal annars sjá í tilfelli Orðtakasafnsins, á tímum
menningarpólitíkur nýfrjálshyggju.
Óprentaðar heimildir
Elfa Hlín Pétursdóttir. 2008. Tölvupóstur 12. nóvember á póstlista safnmanna.
Fundargerð stjórnar Akranesstofu, 8. október 2008 á http://www.akranes.is/
stjornsysla/fundagerdir/stjorn-akranesstofu/1915.
Orðtakasafn Reðurstofu Íslands. Án ártals. Hið íslenzka reðasafn, Reykjavík.
Viðtal Egils Helgasonar við Jón Friðjónsson. 2014. Kiljan. 3. desember 2014.
Viðtal höfundar við Sigurð Hjartarson, 10. maí 2009.
Prentaðar heimildir
Anna Þ. Þorgrímsdóttir. 2008. „Menningararfur með strípur: varðveisla eða
miðlun?“ Ritið 8, bls. 7-32.
Ágúst Ólafur Ágústsson. 2007. „Hvað meina ég með tvítyngdri stjórnsýslu?“
Bloggfærsla 27.9. á www.agustolafur.blog.is. Skoðað 2. júlí 2009.
Ásmundur Ásmundsson, Hannes Lárusson og Tinna Grétarsdóttir. 2011.
KODDU. Nýlistasafnið, Reykjavík.
Björn Bjarnason. 2002. „Safn, setur, sýning.“ Morgunblaðið, 14. september, bls.
34-35.
Bleach, Stephen. 2006. „It’s just bananas.“ Sunday Times, 2. júlí.
58 Holtorf 2010, bls. 93-94.