Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Síða 51
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS50
myndast stór og áberandi sandhólmi úr ljósum skeljasandi. Oddbjarnarsker
eða Hóllinn2 er bundinn af melgresi á kollinum og rís um 9 metra úr sjó.
Heimildamaður á vettvangi var Hafsteinn Guðmundsson, bóndi í Flatey,
og vísaði hann á einu verbúðina sem enn er almennt nafngreind, búð
Snæbjarnar Kristjánssonar í Hergilsey, auk f leiri auðkenna og örnefna. Það
viðraði vel til skráningar, lygnt en þó þung undiralda við skerið, dumbungur
í lofti og gekk á með rigningarskúrum. Hvorki leiðangursmenn né
útselurinn létu það á sig fá en fjöldi þessara tilkomumiklu skepna fylgdist
vel með því sem fram fór í Skeri þennan dag. Við vorum á ferðinni stuttu
eftir höfuðdag og er við komum í Skerið var sjór að falla frá. Þar sem var
stórstraumsfjara komu sandf læmið og skerjaf lákarnir sem umlykja staðinn
vel í ljós. Aðstæður til skráningar í Skeri voru hins vegar erfiðar því að
Oddbjarnarsker er þéttvaxið háu melgresi sem gerir það að verkum að
illt er að greina aðrar fornleifar en þær sem yngstar eru og greinilegastar.
Þá er Hóllinn sundurgrafinn af lundaholum og dúar jörðin undir fótum
við hvert skref og oft lætur hún undan og falla menn þá við í gegnum
melgresisrótina og niður í sandinn.
Fornleifafélag Barðstrendinga og Dalamanna, og áður Ferðamálafélag
Barð strendinga og Dalamanna, hafa staðið fyrir allmörgum forn leifa rann-
sóknum í Austur-Barðastrandarsýslu og Dalasýslu á undan förnum árum,
m.a. í nokkrum eyjum Breiðafjarðar og lengi hafði staðið til að kanna
Oddbjarnarsker og minjar þar.3 Ástæða fararinnar var þó ekki eingöngu
stórmerkar útvegsminjar sem eru heimild um umfangsmikla verstöð með
hundruðum manna á örlitlum skeljasandshólma yst í Breiðafirði heldur
einnig sú hætta sem að honum steðjar vegna sjávarrofs.
Fornleifaskráning í Oddbjarnarskeri var möguleg vegna styrks frá Alþingi
og Þjóðhátíðarsjóði til Fornleifafélags Barðstrendinga og Dalamanna
árið 2009. Í þeim leiðangri sem hér verður gerð grein fyrir voru: Björn
Samúelsson stýrimaður og formaður Fornleifafélags Barðstrendinga og
Dalamanna, Hafsteinn Guðmundsson bóndi í Flatey og heimildamaður,
Hallgrímur Helgason rithöfundur og þeir fjórir fornleifafræðingar sem
þetta rita.
2 Sbr. lýsingu Flateyjarprestakalls, sjá Ólaf Sívertsen, 1952, bls. 138.
3 Skráðar hafa verið Öxney, Hergilsey, Akureyjar, Skáleyjar og Flatey. Útkomnar skýrslur má t.a.m.
nálgast á vef Reykhólahrepps, reykholar.is og á vef Breiðafjarðarnefndar, breidafjordur.is.