Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 55
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS54 Bjarneyjum og Höskuldsey, hafi verið skipt milli svæða og gæti sú skipting vel verið frá fornu fari sé litið til þess að Múlasveitungar réru frá Oddbjarnarskeri svo staðfest sé frá 16. öld. Frá Bjarneyjum, sem er forn verstöð og getið bæði í Laxdælu og Njáls sögu, réru mest menn úr vestari hluta Dalasýslu og austustu hreppum Barðastrandarsýslu.21 Frá Höskuldsey, sem getið er í Eyrbyggja sögu, réru einkum Helgfellingar, Skógstrendingar og Fellstrendingar úr Dalasýslu og síðar menn úr Stykkishólmi.22 Sem fyrr segir tilheyrði Oddbjarnarsker, sennilega frá ómunatíð, Flateyjarlöndum. Seint á 18. öld eða um 1800 færðist það hins vegar undir Hergilseyjarlönd í tíð Eggerts Ólafssonar betri, sem svo er sagður hafa verið kallaður af alþýðu manna vegna framtakssemi og góðverka, til aðgreiningar frá alnafna sínum og samtímamanni, Eggerti Ólafssyni frá Svefneyjum, náttúrufræðingi og höfundi Ferðabókarinnar.23 Eggert betri, sem þá bjó í Sauðeyjum, vildi stækka við sig og fékk konungsleyfi til að stofna nýbýli í Hergilsey árið 1783. Hann átti orðið stóran hlut í Flatey og varð því að skipta upp Flateyjarlöndum við þessar breytingar. Gekk á ýmsu í því ferli.24 Fyrst í skiptunum fylgdu Stykkiseyjar Hergilseyjarlöndum en síðar var Stykkiseyjum skipt fyrir Oddbjarnarsker og áttu þá Flateyingar eftir það selför (selveiði) í Oddbjarnarsker annað hvert ár en Hergilseyingar gras, varp og vertolla.25 Vertíðir og verbúðalíf Elsta heimildin sem gefur innsýn í verbúðalíf í Skeri er Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703. Þá var róið á vorvertíð: „Vertíð byrjar almennilegast um páskatíma til Þingmaríumessu,“ sem er 2. júlí, og var vertíðin því um þrír mánuðir. Þetta ár eru taldar upp 27 búðir í Oddbjarnarskeri og 33 formenn sem gefur til kynna að í nokkrum búðum séu tvær áhafnir. Staða formanns og stærð báts kemur einnig fram, til dæmis: „Búð Gunnlaugs í Svefneyjum. Vermannabúð [...] Gunnlaugur Ólafsson, tollversmaður, á 5 manna fari.“26 Þetta ár, 1703, er þess getið að skipin séu af fimm stærðum: eitt þriggja manna far, átta fjögurra manna för, fjórtán fimm manna för (bæði stór og lítil), níu sexæringar og einn áttæringur (lítill), sem 21 Lúðvík Kristjánsson 1982, bls. 51. 22 Sama heimild, bls. 50. 23 Játvarður J. Júlíusson 1979, bls. 154; Sveinbjörn Guðmundsson 1952, bls. 8. 24 Játvarður J. Júlíusson 1979, bls. 59-61; Sveinbjörn Guðmundsson 1952, bls. 11–15. 25 Pétur Jónsson 1940, bls. 1-2; Eysteinn G. Gíslason 1989, bls. 199. 26 Árni Magnússon 1938, bls. 247-249.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.