Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Síða 59

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Síða 59
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS58 og grasleysis. Á seinni hluta 19. aldar var venja að slá melinn í Skeri áður en vermenn komu þangað. Var melurinn settur upp í lanir og svo f luttur til Hergilseyjar á áttæringum þegar lag gafst að vetrinum, um 11 km leið. Voru þetta kallaðar melferðir en melurinn þótti ágætt kúafóður.53 Hér að framan hefur verið stiklað á stóru í sögu Oddbjarnarskers en bent skal á að umhverfi, örnefnum, staðháttum og verbúðalífi hafa verið gerð frábær skil annars staðar og er hér með vísað til heimildaskrár aftast í þessari grein. Á þessum vettvangi verður hins vegar fjallað nánar um fornleifarnar sem finna má í Oddbjarnarskeri og landbrot sem herjar þar á. Landbrot í Oddbjarnarskeri Ástæða þess að ráðist var í fornleifaskráningu í Oddbjarnarskeri var ekki eingöngu þær gagnmerku minjar sem þar eru heldur einnig sú staðreynd að landbrot er þar mikið. Í hamfaraveðrum brotna af Hólnum spildur og sandurinn á skerjunum sópast til. Á þessu vakti Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason athygli en hann fór þrjú ár í röð í Oddbjarnarsker, 1995-1997, til athugana og mælinga.54 Tilefnið var ofsaveður árið 1993 og þær breytingar sem urðu á Hólnum við það áhlaup.55 Sýndist honum að helst brotnaði af Hólnum að norðan og norðvestan í einstökum vonskuveðrum. Einnig benti hann á hvernig skeljasandurinn væri á sífelldri hreyfingu og færðist þá helst til austurs með Hólnum norðvestanverðum en dreifðist líka um skerjaf lákann í stórsjó og brimi. Bergsveinn veitti einnig eftirtekt fornleifum í brotsárum í bakkanum norðvestantil, grjóti úr búðaveggjum og miklu magni af kinda- og fiskibeinum auk selabeina. Bergsveinn mældi í ferðum sínum stærð Hólsins en það hafa f leiri gert og eru til heimildir um mælingar allt frá seinni hluta 19. aldar,56 en það virðist lengi hafa verið áhugamál þeirra sem í Oddbjarnarsker koma að mæla umfang þessarar litlu eyju. Í gegnum tíðina hafa verið notaðar mismunandi aðferðir við mælingu Oddbjarnarskers og eru mælingarnar ekki sambærilegar. Því er erfitt að meta breytingu á lögun, stærð og rofi.57 Þó er ljóst að á þeim þremur árum sem Bergsveinn mældi 53 Pétur Jónsson 1940, bls. 2; Sveinbjörn Guðmundsson 1953, bls. 25. 54 Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason 1998, bls. 39-43. 55 Sama heimild, bls. 39. 56 Pétur Jónsson 1940, bls. 2; Hermann S. Jónsson 1939, bls. 1; Bergsveinn Breiðfjörð Gíslason 1998, bls. 40. 57 Sem dæmi telur Pétur Jónsson frá Stökkum að um 1880 hafi sjálft Oddbjarnarskerið verið um 100 m langt og rúmir 80 m að breidd, sjá Pétur Jónsson 1940, bls. 2. Hermann S. Jónsson telur stærðina vera „þangað sem mætist melur og sandur“ um 70-75 faðma (u.þ.b. 128-137 metra) á lengd frá austri til vesturs og 50-55 faðma (u.þ.b. 90–100 metra) að breidd frá norðri til suðurs, sjá Hermann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.