Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 63
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS62
eftir reynt að fella lýsinguna að þeim rústum sem skráðar voru árið 2009.
Lýsing Sveinbjörns er orðrétt hér að neðan en athugasemdir og númer í
hornklofum vísa til þeirra búðatófta sem til greina geta komið af þeim
minjum sem sáust í Oddbjarnarskeri við fornleifakönnunina, sjá mynd 5:
Tvær hæðir ganga eftir eynni endilangri, án þess að bera sérstakt nafn. Á
þeim stóðu verbúðirnar. Milli hæðanna hét Skötutjörn. Hinar fornu búðir,
sem þar hafa verið, eru f lestar horfnar og nöfn þeirra týnd. Nokkrar rústir
og nöfn eru þó enn við lýði. Hergilseyjarbúð, af sumum nefnd Kristjánsbúð
eða Snæbjarnarbúð, stóð lengst [1]. Efst á syðri hæðinni þaðan í austur var
Hrafnastallur eða Lázarabúð [2?]. Norðurseta [3?] var á nyrðri hæðinni,
norður af Hrafnastalli. Fyrir vestan Norðursetu, en austan aðal götunnar
frá sjó [ummerki um götuna eru horfin], var Múla- eða Múlnesingabúð
[sambyggðar tóftir 4 og 5?]. Vestan götunnar var Sauðeyjabúð, þar voru
einnig Sokkar [hér virðist koma aðeins ein tóft til greina, 6]. Á syðri hæðinni,
gegnt Sauðeyjarbúð, var Miðbæjarbúð [7, en þessi tóft er reyndar nálega ofan
í Skötutjörn, þó við syðri hrygginn], Flateyingabúð yzt [sambyggðar tóftir
8 og 9].63
63 Sveinbjörn Guðmundsson 1953, bls. 30-31 og innskot höfunda í hornklofa.
Mynd 4. Oscar Aldred fornleifafræðingur horfir upp í brotbakkann. Ljósmynd: Fornleifastofnun Íslands.