Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 65
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS64
Búð 1. Búð Snæbjarnar Kristjánssonar í Hergilsey, Hergilseyjarbúð, Snæbjarnarbúð,
Kristjánsbúð.
Tóft þessarar búðar er sú sem best er varðveitt í Oddbjarnarskeri. Snæbjörn
í Hergilsey notaði búðina síðast 1923,66 en hún var rifin fáum árum
síðar en veggir standa enn. Búðin er suðaustan við Skötutjörn þar sem
Oddbjarnarsker ber hæst. Ofan á veggjum búðarinnar grær melur og
baldursbrá inni í henni. Grjóthleðslur hafa haldið sér býsna vel, mest sjást
8 umför, hæð veggja er um 1,4 m og þykkt þeirra rúmlega 1 m. Dyraop,
rúmlega 1 m breitt, er nyrst á suðvesturvegg og þar inn af anddyri eða
gangur. Þaðan er annars vegar gengt til norðausturs inn í lítið herbergi
sem er afstúkað, sennilega eldhúskró67 og er að innanmáli um 1,2 x 1,5
m. Er gengið er til hægri, til suðausturs, inn í meginvistarveruna sem að
innanmáli er um 3,8 x 3,3 m og virðist hafa verið lítillega niðurgrafin.
66 Örnefnaskrá Hergilseyjar, bls. 10.
67 Sbr. Pétur Jónsson 1940, bls. 3.
Skötutjörn
Fit
A
B
C
D
E
F
G
H
I
Búð 1
Búð 2Búð 6
Búð 5
Búð 8
Búð 4
Búð 3
Búð 9
Búð 7
0 50 100
metrar
Minjar í rofbakka
Hóllinn 1984
Hóllinn 2009
Mynd 5. Uppmæling minja í Oddbjarnarskeri árið 2009. Græna svæðið sýnir mörk hólsins – þar sem gróður
og sandur mætast – eins og þau voru árið 2009 en brotalína sýnir mörk gróðurtorfunnar eins og þau voru árið
1984. Rústir eru sýndar með svörtum lit en ljósgrái liturinn sýnir fjöruna umhverfis. Kort: Stefán Ólafsson/
Fornleifastofnun Íslands.