Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Qupperneq 67
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS66
Búð 4 og 5. Gæti verið Múla- eða Múlnesingabúð?
Á norðurhæð Oddbjarnarskers, norðan Skötutjarnar, um 21 m norð norð-
vestan við búð 1 og 12 m vestan við búð 3 eru sambyggðar tóftir búða 4 og 5.
Búð 4 er austar. Veggir hennar eru torf- og grjóthlaðnir og sjást mest
fjögur umför, mesta hæð veggja er um 70 cm en að jafnaði um 60 cm.
Veggjaþykkt virðist tæplega 1 metri. Tóftin er einföld, um 4 x 3 m að
innanmáli og snýr dyraop í norður. Upp að vesturvegg búðar 4 er byggð
tvíhólfa tóft, búð 5.
Búð 5 er einnig torf- og grjóthlaðin og mest má sjá fimm umför. Hæstu
veggir eru um 70 cm en 60 cm að jafnaði. Suð vesturhluti tóftarinnar
er ógreinilegur. Op eru mjög ógreinileg en virðast þó vera um miðjan
suðurvegg og/eða á austurvegg í krika sem hefur myndast þar sem búð 4
og búð 5 koma saman. Búð 5 skiptist í tvær vistarverur, A og B, aðgreindar
með ógreinilegum millibálk/millivegg úr torfi, sem er um hálfs metra
breiður og hefur nánast stefnuna austur - vestur. Sérstaklega er vesturhluti
millibálksins ógreinilegur. Herbergi A er norðar og er um 5 x 2,3 m stórt
að innanmáli og B er um 5 x 1,5 m stórt að innanmáli. Ekki er annað að
sjá en að um 0,5 m breitt op sé á milliveggnum gegnt (norður af ) dyraopi
tóftarinnar á suðurútvegg.
Búð 6. Gæti verið Sauðeyjabúð eða Sokkar?
Á norðurhæð Oddbjarnarskers, norðan Skötutjarnar, um 24 m norð-
norðvestan við búð 1 og 5 m suðvestan við búð 5 er tvíhólfa tóft. Hún er
um það bil 7 x 7 m að utanmáli. Grjót er í hleðslum, mest má telja fjögur
umför og eru veggirnir að jafnaði 50-60 m háir. Dyraop er á suðurhlið og
er 3 m langur gangur þar inn af. Við enda gangsins er annars vegar op til
austurs inn í hólf sem er líklega eldhúskró, 2 x 1,5 m að innanmáli, og hins
vegar op áfram til norðurs inn í aðalvistarveruna sem er u.þ.b. 3,7 x 2,8
m að innanmáli. Því herbergi hefur verið skipt upp því um 1,5 m langur
og 0,5 m breiður veggur eða bálkur er frá suðurinnvegg til norðurs. Svo
virðist sem herbergið sé niðurgrafið.
Búð 7. Gæti verið Miðbæjarbúð?
Við suðurhæð Oddbjarnarskers, nálega ofan í Skötutjörn, er búð 7. Hún er
5 m norðvestan við búð 1 og 15 m suðaustan við búð 6. Tóftin er 7-8 x 5-6
m að utanmáli og er þriggja hólfa. Gengið er inn um dyraop á suðvesturgaf li
inn í anddyri sem að innanmáli er um 1,5 x 1,5 m. Inn af því er sennilega
eldhúskró sem er 1 x 1,5 m stór að innanmáli. Gegnt útidyraopi er op inn í