Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Qupperneq 70
69FORNLEIFAKÖNNUN Í ODDBJARNARSKERI
Á milli A og B mátti sjá mannvistarlög: Öskuhaug með viðarösku,
grjóthrun úr mannvirki og mikið af dýrabeinum, bæði fiski- og
kindabeinum. Við C mátti sjá leifar grjóthlaðins mannvirkis, að öllum
líkindum verbúðar, um 0,6 m undir núverandi yfirborði. D er mannvirki,
sennilega búð, sem er að hluta hrunin niður slakkann en hluti hennar er
enn á sínum stað (in situ) ofar í stálinu. Mannvirkið er um 0,5 m undir
núverandi yfirborði. E er lagskiptur öskuhaugur með ösku og beinum. Við
F eru leifar mannvirkis. Við G er grjóthrun á sandinum og leifar mannvirkis
má sjá í stálinu. H er grjóthrun úr mannvirki og beinaleifar. Á milli H og
A er mikið af dýrabeinum að sjá í bakkanum, þó ekki samhangandi. Mesta
skráða dýpi niður á vegghleðslu var um 0,6 m frá yfirborði. Eftirtektarvert
er að þar sem voru leifar hleðslna voru iðulega ösku- og beinaleifar líka,
sem bendir til að vermenn hafi ekki farið langt með ruslið. Í Íslenskum
sjávarháttum kemur fram að þeir sem réru frá Höskuldsey, Oddbjarnarskeri,
Bjarneyjum, Drangey og Seley hafi f lutt með sér tað, mó og hrís til að
brenna.73 Ekki sást móaska við þessa fornleifakönnun í Oddbjarnarskeri,
aðeins viðaraska, en Hermann greinir þó frá því að í neyð var mannasaur
safnað saman – gengið á álfreka – og hann þurrkaður til brennslu ef á þyrfti
að halda.74
Umræða
Búðatóftir 1, 2, 5, 6, 7, 8 og 9 eru allar af svipaðri gerð, anddyri eða gangur,
eldhús kró og aðalíveruherbergi sem er stærst. Í sumum eldhúsunum eru
grjót hrúgöld sem að líkindum eru leifar hlóða. Þá hefur sumum aðal-
herbergjunum verið skipt upp með bálki eða vegg, ef til vill eru það
skiptingar á milli tveggja áhafna. Pétur frá Stökkum segir (sjá tilvitnun
hér að framan) að þrjú rúm hafi að jafnaði verið í búðunum en væru þær
ætlaðar tveimur áhöfnum hefðu þau verið sex. Tveir menn sváfu í sama
rúmi og á þeim tíma sem þessar búðir eru notaðar voru sex menn í áhöfn.
Við minjakönnunina var eftir því tekið að gólf aðalherbergjanna eru
stundum lægri en anddyris, gangs og eldhúss, sem bendir til að þau hafi
verið svolítið niðurgrafin. Til er sú skýring að menn hafi viljað hafa
gólfið neðar til að verjast gólfkulda,75 en ekki fer sögum af árangri. Veggir
búðanna virðast vera eingöngu grjóthlaðnir að innanverðu og mestmegnis
73 Lúðvík Kristjánsson 1982, bls. 451.
74 Hermann S. Jónsson 1939, bls. 1.
75 Lúðvík Kristjánsson 1982, bls. 405.