Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Blaðsíða 79
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS78
hefðu komið fram er brotnað hefði úr bakkanum vegna ágangs sjávar.
Taldi hann að þarna hefði mjög lengi verið að brotna úr bakkanum. Sem
dæmi um landbrot kvaðst hann muna eftir því að fjárhús, sem staðið hefðu
skammt frá sjávarbakkanum, væru nú horfin í sjóinn. Haft var samband
við Jón Helga sem staðfesti að hann hefði beinin í sinni vörslu. Var honum
tjáð að reynt yrði að rannsaka staðinn eins f ljótt og mögulegt væri. Dagana
8.-10. júní sama ár fór ég svo til Dalvíkur og rannsakaði fundarstaðinn eftir
því sem tök voru á.
Fyrri rannsóknir
Þar sem Dalvík er einkum þekkt meðal fornleifafræðinga fyrir marga og
merka kumlafundi er ekki úr vegi að rifja upp stutt ágrip af sögu þeirra áður
en lengra er haldið. Neðarlega við norðurbakka Brimneslágar, þar sem hinn
forni árfarvegur Brimnesár lá, fannst merkilegur kumlateigur árið 1908,
sem rannsakaður var af Daniel Bruun og Finni Jónssyni árið 1909. Þeir
rannsökuðu einnig kuml í 5,5 m löngum og 2,5 m breiðum haugi sem lá
í NA-SV, hjá smábýlinu Lækjarbakka, um 500 m norðan við áðurnefndan
kumlateig og norðan við Brimnesá, ekki langt frá núverandi ármynni.
Alls rannsökuðu þeir 14 kuml þar
sem fundust leifar 13 einstaklinga,
bæði karla og kvenna, sjö hesta og
fjögurra hunda. Í einu kumlanna
voru leifar af bát. Ýtarleg grein hefur
verið gerð fyrir þessum rannsóknum
annars staðar og er vísað til þess
varðandi nánari lýsingu á kumlunum.
Töldu Finnur og Bruun að f leiri kuml
væru sunnan Brimnesár og reyndu
þar uppgröft en hann bar engan
árangur.1 Árið 1942 fundust einnig
leifar af kumli við húsbyggingu á
þessu svæði, en engin rannsókn fór
þá fram.
Við sjávarbakkann, um 430 m
sunnan við Brimneslág, er húsið
1 Bruun og Finnur Jónsson 1910, bls. 62-100; Bruun 1987, bls. 150-162; Kristján Eldjárn 2000, bls.
163-170.
Mynd 2. Rissmynd Matthíasar Þórðarsonar af
afstöðu bátkumlsins við Sunnuhvol. Sjá Kristján
Eldjárn 2000, bls. 163.