Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 87
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS86
2. Leggur úr stórgrip sem fannst í sjávarbakkanum um 30-40 m norðan
við gröfina. Í barðinu fyrir ofan stóð beinliður út úr moldunum á 20
cm dýpi, sem gæti hugsanlega átt við legginn. Lausafundur.
3. Bein sem tínd voru saman í fjörunni norðan við gröfina. Lausafundir.
Sýni
Þrjú sýni voru tekin á staðnum, en ekkert þeirra hefur verið greint frekar:
Sýni 1. Dökkt lag af botni grafar. Líklega viðarkoladreif.
Sýni 2. Dökkt lag úr gröf. E.t.v. gjóskulag?
Sýni 3. Gólfskán yfir gröf. Blandað sýni. Innanum eru dökkir kögglar,
e.t.v. úr torfi.
Umræður og niðurstaða
Erfitt er að draga miklar ályktanir af þeim fátæklegu minjum sem þarna
fundust. Ljóst er að þarna hefur verið tekin gröf og einhver jarðsettur í
henni. Ekki verður með vissu sagt hve gömul gröfin er en þó má ætla að hún
sé allgömul. Gröfin lá undir byggingarleifum og þykkri gólfskán sem var á
um 40-60 cm dýpi. Ekkert var eftir af sjálfri gröfinni annað en bláhornið
og þess vegna var engar vísbendingar að finna um hvort einhverjir munir
hafi verið lagðir í gröfina. Viðarleifar í botni gætu bent til þess að líkið hafi
verið lagt á fjalir eða einhvers konar börur. Ekki er þó alveg hægt að útiloka
að líkið hafi verið lagt í kistu, þótt ekki sæjust merki kistuloks eða hliða.
Þó að engar aldursgreiningar hafi verið gerðar á beinunum virðist lega
grafarinnar í jarðveginum, þ.e. að yfirborð hennar er rétt yfir óhreyfðri
mold og forsögulegu gjóskulagi, benda til þess að hún hafi verið mjög
forn. Stefna grafarinnar, sem hefur sennilega verið í norðaustur-suðvestur,
styður einnig þá niðurstöðu og bendir fremur til þess að um heiðna gröf
hafi verið að ræða fremur en kristna. Freistandi er að setja gröfina í samband
við kumlateigana sem fundust sunnan við Brimnesá á fyrri hluta 20. aldar.
Vegna þeirra takmörkuðu upplýsinga sem hægt var að af la er þó ekki hægt
að útiloka með öllu að gröfin sé úr frumkristni. Engar heimildir eru þó til
um að þarna hafi nokkurn tíma verið kirkjugarður. Margir grafreitir, sem
ekkert var til um í heimildum, hafa reyndar fundist við fornleifarannsóknir
undanfarinna áratuga, þannig að skortur á heimildum útilokar ekki neitt.
Hins vegar bendir nálægðin við kirkjugarðinn á Upsum, sem er aðeins í
um 650 m fjarlægð, síður til þess að um annan kristinn grafreit sé að ræða.
Ekkert skal þó fullyrt um þetta hér.
Velta má fyrir sér hvort kumlin sem fundust á norðurbakka hins