Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Síða 90
89BEINAFUNDUR HJÁ ÁRHÓLI OG KUMLIN Á DALVÍK
VII Maður og hundur. Ekkert haugfé fannst.
VIII Maður sem lá beinn á bakinu. Örlitlar viðarleifar.
IX Hestur. Nokkrum metrum austan við kuml XI, en gæti tilheyrt því.
X Leifar af mannshöfuðkúpu í syðri enda grafar.
XI Mannsbeinaleifar, um 3 m NV við kuml X.
XIIa Hestur og hundur í norðurenda, til fóta XIIb. Járnmél.
XIIb Líklega fullorðinn karlmaður. Í suðurenda kumls. 19 töflur úr hnefatafli, brýni, járn.
XIIIa Hestur við norðurenda grafar XIIIb. Um 13 m vestan við kuml XII.
XIIIb Fulltíða kona, í suðurenda kumls. 5 sörvistölur, járnbútur, beinflís, skel.
XIV Beinaleifar, hugsanlega úr konu og hesti. Fannst 1942 á svipuðum slóðum og XII.
Að lokum skal aftur vikið að frásögn Daniels Bruuns og Finns Jónssonar
um kumlið á Lækjar bakka, sem þeir sögðu að væri um 500 m norðan
við kumla teiginn í Brim nesi. Á korta-
vefsjá Dalvíkur er Lækjar bakki merktur
sem eyðibýli um 500 metrum norðan við
Brim nesá og um 900 metrum norðan við
kumla teigana (sjá mynd 13). Hins vegar
passar gröfin við Árhól um 420-480 m
norðan við kumlateigana betur við mæl-
ingu Daniels Bruuns og Finns Jónssonar.
Það vakti því upp spurningu um hvort
um væri að ræða ónákvæmt orðalag í
frásögn þeirra og að þeir hafi í raun átt
við bakkann við Árhól, sem er ekki víst
að hafi verið byggður þegar þeir voru
á ferðinni, og þá hugsanlega tilheyrt
Lækjarbakka. Ef svo væri, mætti álykta
að kumlið hjá Lækjarbakka hefði verið
á svipuðum stað og gröfin hjá Árhóli.
Munnmæli um að þar hafi verið að hrynja
bein úr árbakkanum áratugum saman,
virtust óneitanlega styðja við þá tilgátu
að þar hefði líka verið kumlateigur.
Þegar farið var að rýna betur í
heimildir kom hins vegar í ljós að
staðsetning Lækjarbakka hefur vafist
Mynd 11. Afstöðumynd af kumlunum
norðan við Brimneslág, sem er gamall farvegur
Brimnesár. Höfn er hús sem byggt var árið 1904
(Bruun og Finnur Jónsson 1910, bls. 65).