Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Síða 99
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS98
og verkun, verslun og samskipti
fólks frá ólíkum landshlutum og
af mismunandi þjóðerni. Ein af
þekktari verstöðvum á svæðinu
eru Gufuskálar á norðanverðu
Snæfellsnesi en þar fór fram
fornleifa rannsókn á árunum
2008-2015. Fornleifarannsóknin
á Gufuskálum er björgunar rann-
sókn, en stór hluti staðarins er talinn í hættu vegna rofs af völdum vinds
og sjávar. Það hefur haft áhrif á ákvarðanir sem teknar hafa verið, meðal
annars hvað varðar val á rannsóknarsvæðum og aðferðum. Einnig hefur
það haft áhrif á framgang og skipulag rannsóknarinnar að minjar tengdar
verstöðinni á Gufuskálum hafa verið friðlýstar frá árinu 1969.
Í greininni hér á eftir verður farið yfir framgang rannsóknarinnar fram
að þessu, helstu áherslur og niðurstöður sem þegar liggja fyrir en úrvinnslu
á stórum hluta upp graftar gagna, þ.á m. gripum, beinum og sýnum er ólokið.
Helstu spurningar sem leitast hefur verið við að svara snúa að verbúðalífi, efna-
hag staðarins, fiskveiðum og verkun af la og hvort minjar bendi til erlendra
áhrifa á Gufuskálum. Enn fremur hefur verið varpað fram spurningum um
upp haf fisk veiða. Fjöldi mannvirkja, gripa og dýrabeina virðist til marks um
mikla framleiðslu á hertum fiski á staðnum. Því er sjónum einnig beint að
hugsan legum tengslum við Hansa kaupmenn og enska kaupmenn. Vonast er
til að rannsóknin gefi vís bendingar um hversu skipulagðar veiðarnar hafa
verið á Gufu skálum, hvenær skipulagðar veiðar með útf lutning að markmiði
hófust og hvort Gufu skálar áttu þátt í þeim miklu viðskiptum sem áttu sér
stað með hertan fisk frá Íslandi um alla Evrópu.
Margir hafa komið að rannsókninni og styrkt hana með ýmsum hætti.
Eru samstarfsaðilar á Fornleifastofnun Íslands ses., The City University of
New York og University of Stirling fremstir þeirra sem hafa lagt mikið
til rannsóknarinnar. Fjölmargir hafa stutt við rannsóknina með ýmsum
hætti og má þar helst nefna Skúla heitinn Alexandersson á Hellissandi,
Sæmund Kristjánsson í Rifi, Guðrúnu Láru Pálmadóttur á Hellissandi,
Þór Magnússon á Gufuskálum, starfsfólk Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls og
Snæfellsbæ. Rannsóknarfé hefur komið úr nokkrum styrktarsjóðum hér
heima en einnig erlendis frá; úr Fornleifasjóði/Fornminjasjóði 2008 og
2011-2015, Þjóðhátíðarsjóði 2011 auk bandarísku sjóðanna National Science
Foundation og National Geographic Explorers Club á árunum 2011 til 2015.
Gufuskálar