Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Síða 101
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS100
var gerður f lugvöllur á Gufuskálamóðum vestur af Gufuskálum.12 Hann
er nú af lagður. Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg fengu Gufuskála til
afnota fyrir þjálfunarbúðir árið 1997. Þar var starfræktur Slysavarnaskóli
Slysavarnafélagsins Landsbjargar til ársins 2012 þegar hann var f luttur.
Gufuskálar eru nú innan landamerkja Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls
sem var stofnaður þann 28. júní 2001. Þar er ekki lengur starfsemi en
umsjónarmaður húseignanna fyrir hönd Fasteigna ríkissjóðs býr á jörðinni.
Land Gufuskála liggur úr eystra horni Miðfells í Blágil að austan,
frá sjó að jökli og eru rústahólarnir, sem hafa verið meginviðfangsefni
rannsóknarinnar, við sjávarkambinn. Sjór gengur upp að þeim í stórviðrum
og hefur brotnað af þeim þannig að sést í hleðslusteina og mannvistarlög.
Þá er mikið fok úr hólunum, en stór hluti jarðvegsins er sandur. Mjög
mikið af dýrabeinum sést í rofsárum, bæði spendýra- og fiskbein, en
einnig hafa gripir, meðal annars úr koparblöndu, hrunið úr bakkanum.13
Þjóðminjavörður friðlýsti minjarnar vegna sérstöðu þeirra árið 1969.
Í friðlýsingarskrá kemur fram að friðlýsingin nái til Gufuskálavarar,
verbúðaleifa og annarra fornra mannvirkja sem tilheyra verstöðinni. Auk
þess eru fiskbyrgi í Bæjarhrauni friðlýst.14
Minjar á Gufuskálum
Sumarið 1899 ferðaðist Brynjúlfur Jónsson, fornfræðingur, um Snæfellsnes
og skoðaði ýmsa minjastaði, þar á meðal Gerðuberg (nú einnig nefnt
Írskubúðir) í landi Gufuskála. Hafði hann eftir staðkunnugum að þar
hefði verið höfuðból Gufuskálatorfunnar.15 Fornleifaskráning fór fyrst
fram á hluta Gufuskálalandsins árið 1996. Hana gerði Bjarni F. Einarsson
í tengslum við stofnun Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Í kjölfarið gróf
hann fimm prufuholur í 10. aldar minjar í landi Gufuskála; Írskubúðir
og Hákonarhól, en á síðarnefnda staðnum fundust leifar af kumli.16 Árið
1989 var Írskrabrunnur grafinn upp, en hann hafði þá verið týndur í
sandinum í um hálfa öld. Brunnurinn reyndist hlaðinn og í honum 16
þrep til botns. Hvalbein fannst efst í brunninum þegar hann var grafinn
fram.17 Að öðru leyti hafði ekki verið unnið að fornleifarannsóknum á
12 Kristinn Kristjánsson 1977, bls. 150.
13 Lilja B. Pálsdóttir o.fl. 2009.
14 Friðlýsingarskrá bls. 13.
15 Brynjúlfur Jónsson 1900, bls. 19-20.
16 Bjarni F. Einarsson 2000, bls. 9.
17 Guðmundur Ólafsson 2014.