Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 133
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS132
Þegar innsiglin voru notuð til að staðfesta og votta skjöl settu hluteigandi
aðilar innsigli sín á skjalið, oft f leiri en einn. Brotið var upp á neðri
spássíu skjalsins, rifa skorin í skjalið að neðanverðu og þar þræddir í gegn
skinnþvengir eða reimar, jafnvel úr skjalinu sjálfu, og hnútur gerður á. Yfir
hnútinn var bræddur lítill vaxklumpur sem innsiglið var þrykkt á. Um
miðja 14. öld þekkist það einnig að innsiglin væru sett beint á skjalið sjálft,
neðan við textaf löt eða aftan við skjalið.5 Undir lok miðalda tóku menn
að nota pappírsinnsigli, sem voru þrykkt á pappírsbút, og pappírsbúturinn
svo festur við skjalið. Þá varð lakk einnig algengt til innsiglanotkunar við
lok miðalda.6
Notkun innsigla var fyrst og fremst innleidd með auknu valdi og
útbreiðslu kaþólsku kirkjunnar og varð vax því snemma mikilvæg og
dýrmæt afurð til viðskipta. Býf lugnavax var notað við kertagerð fyrir tíðir
en einnig í innsiglagerð. Heilmikið af vaxi var f lutt inn til Norðurlanda og
býf lugnarækt færðist í vöxt.7 Til að byrja með takmarkaðist innsiglanotkun
á Norðurlöndum við kóngafólk, erkibiskupa og biskupa, en síðar varð
notkun þeirra útbreidd meðal presta og almennings. Stofnanir notuðu líka
innsigli, svo sem dómkirkjur, klaustur, kirkjur, skólar og svo voru einnig
notuð sérstök borgar-, bæjar-, sóknar- og héraðsinnsigli.8 Einnig þekktist
það að þjóðlönd og nýlendur hefðu ríkisinnsigli, t.a.m. var Ísland með
sérstakt ríkisinnsigli á 16. öld.9
Hefðir í kringum innsigli voru breytilegar, en algengast var að innsiglin
væru aðeins ætluð einum eiganda og væru eyðilögð eða grafin með honum
við andlát. Þótt f lestir hefðu sín eigin innsigli eru til dæmi um það að menn
hafi fengið lánað innsigli, ýmist vegna þess þeir áttu ekki sitt eigið, eða höfðu
það ekki meðferðis þegar þurfti. Þá eru einnig til dæmi um innsigli sem
erfðust kynslóða á milli. Innsiglin voru verðmæt valdatákn, sá sem átti slíkt
var maður með mönnum og þeir sem tilheyrðu hæstu stigum samfélagsins
lögðu sig fram um að eiga vönduð innsigli. Aðeins þeir ríkustu gátu látið
gera sér stimpil úr eðalmálmi, og höfðu jafnvel f leiri en eitt innsigli10, aðrir
létu sér duga hvalbein, tin eða jafnvel tré. Menn sem báru ákveðinn titil létu
setja hann með á innsiglið og létu jafnvel útbúa nýjan stimpil og innsigli
5 Medeltida småkonst: Sigill i Riksarkivet 1997, bls. 8.
6 Sama heimild, bls. 10.
7 Husberg 2002, bls. 54.
8 Medeltida småkonst: Sigill i Riksarkivet 1997, bls. 10.
9 Guðmundur Magnússon 2002, bls. 9.
10 Medeltida småkonst: Sigill i Riksarkivet 1997, bls. 10.