Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 134
133STUTT YFIRLIT UM INNSIGLI Á ÍSLANDI
þegar þeir hlutu nýjan, æðri titil,
t.a.m. þegar prestur varð ábóti eða
biskup.11
Þó nokkuð af innsiglum og inn-
siglis stimplum hefur varðveist á
Norður löndum. Gripirnir eru oft
í við kvæmu ásigkomulagi og því
geymdir á bóka- og þjóðminja-
söfnum víða og forverðir annast
þá. Vax innsiglin geta auðveldlega
brotnað, sköft á stimplum eru oft
viðkvæm eða myndstautur laus í
skaftinu, eða málmstimplar farnir
að ryðga og afmyndast. Varðveitt
inn sigli veita okkur mikilvægar
upp lýsingar um einstaklinga og
stofnanir á fyrri tíð. Flest innsigli
bera nafn og titil einstaklings, sem
hægt er að rekja, og þau má oft tíma-
setja út frá þekktri persónu, mynd-
og leturgerð, stærð og lögun.12 Þó
er ekki alltaf hægt að segja til með
vissu hver hefur átt innsigli eða hve gamalt það er, t.d. er þekkt að innsigli
hafi gengið í erfðir og verið notuð kynslóðum saman. Innsigli stofnana
gátu einnig verið lengi í samfelldri notkun og stundum getur nafnið eitt
og sér ekki dugað til að finna eiganda, t.d. ef nöfn eru algeng. Þá getur
einnig verið erfitt að ráða í búmörk en það eru eins konar innsigli eða
eignarmörk einstakra lögbýla og bóndabæja. Búmarkið í leturf letinum er
táknað með rún og oftast er það skammstöfun á nafni eigandans sem ekki
er ávallt augljós. Búmörk gátu verið þrykkt á vax og fest við hluti, en einnig
skorin í eða mörkuð á hluti. Í því samhengi er hugtakið innsigli notað yfir
vaxinnsiglið eða táknið sjálft sem hefur verið rist. Þá eru innsiglin misvel
varðveitt, sum brotin eða svo óljós að letur er ólæsilegt eða mynd óljós og
vaxið dökknar með aldrinum svo að innsiglið sést verr.
11 Sama heimild, bls. 10.
12 Sama heimild, bls. 11.
Mynd 3. Innsiglisstimpill úr tönn, líklega frá 18. öld.
Fundinn í öskuhaug á Alviðru í Dýrafirði. Lengd 6,8
cm. Þjms. 221/1865-28. Ljósmynd: Þjóðminjasafn
Íslands.