Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 141
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS140
eða vopn á lofti. Undir lok miðalda verða blómamynstur, stjörnur og
mynstur algengari á borgaralegum innsiglum og á 17. öld verður vart við
innsigli sem bera upphafsstafi eigandans, eða fangamark, fremur en að hafa
sérstakan leturf löt kring um myndf lötinn.29
Búmörk voru fyrst og fremst eignarmerki og voru notuð til að merkja
húsnæði, fénað og önnur verðmæti, ýmist með áföstu vaxinnsigli,
útskornu eða ristu innsigli eða jafnvel brennimerkingu á búfénaði. Búmörk
virðast hafa þekkst á Íslandi frá landnámi30 og eru leifar af eldri hefð en
innsiglin, en hafa verið notuð á svipaðan hátt hér á landi. Til marks um
það er að orðið sjálft, mark, hefur frá fornu fari verið tengt eignarrétti, líkt
og Þórður Tómasson hefur bent á.31 Oftar en ekki báru búmörkin nafn
eða upphafsstafi eigandans og voru einföld í gerð, búmörkin einkennast
af fáeinum beinum strikum á myndf letinum sem auðvelt var að útbúa
og þar með ekki dýr í framleiðslu. Búmörkin var einnig hægt að nota
sem undirskrift, þeir sem ekki kunnu að skrifa gátu sett merki sitt í stað
undirskriftar, en algengt var líka að skrifandi menn settu búmark sitt með
undirskrift sinni til staðfestingar.
29 Sjá t.d. Medeltida småkonst: Sigill i Riksarkivet 2002, bls. 28-47.
30 Sveinbjörn Rafnsson 1975, bls. 89.
31 Þórður Tómasson 1976, bls. 91.
Mynd 7. Innsiglisstimpill úr tönn með búmerki. Talið innsigli Jóns Björnssonar,
komið frá Austfjörðum. Aldur er óviss. Þvermál á myndfleti 2,8 cm. Þjms.
4271/1896-49. Ljósmynd: Þjóðminjasafn Íslands.