Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Blaðsíða 143
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS142
Skrif hans um innsigli eru varðveitt í þremur pappírshandritum, sem
munu hafa verið skrifuð á bilinu 1700–1725, en þar gerir Árni tilraun til
að f lokka innsiglin. Fyrst er handritið ÁM 217 8vo, sem Árni hefur nefnt:
Sigilla Islandica vetusta nobiliorum ex ordine ecclesiastico virorum, eða Samantekt
um innsigli hinna heldri kirkjunnar manna. Þar má fyrst og fremst finna innsigli
biskupa, ábóta og presta, með teikningum af f lestum, þó ekki öllum,
innsiglunum. Magnús Már Lárusson og Jónas Kristjánsson sáu um útgáfu
á þessum eiginhandarritum Árna, og kom ÁM 217 8vo út í þeirra umsjón
á vegum Handritastofnunar Íslands árið 1965. Í inngangi sínum spara þeir
Magnús og Jóhann Árna ekki lofið, þar sem hann er sagður frumherji
„þeirrar örðugu íþróttar, er innsiglafræði nefnist“ og hafi þar að auki „lagt
grundvöll undir íslenzka innsiglafræði og enn fremur hnykkt á með því
að láta draga upp sum innsiglin ... þessar athugasemdir Árna skipta miklu
máli, því mörg innsigli hafa síðan skaddazt eða glatazt“.34
Í kjölfarið gáfu þeir út 2. bindi, sem innihélt handritin ÁM 216 8vo
og ÁM 218 8vo, og kom út árið 1967. Þar má finna eiginhandarit Árna
Magnússonar um önnur innsigli Íslendinga, en ÁM 216 8vo, Sigilla Islandica
clariorum virorum, inniheldur innsigli kunnra manna af leikmannastétt og ÁM
218 8vo, Sigilla Islandica obscuriora, sem inniheldur innsigli miður kunnra,
íslenskra manna. Hingað til er Sigilla Islandica eina útgáfan um íslensk innsigli
sem birst hefur á prenti, en athuganir Árna innihalda engan veginn tæmandi
lista yfir varðveitt íslensk innsigli frá miðöldum, þótt einhverjir hafi talið svo
34 Sigilla Islandica [Hér eftir S.I.], I. bindi, 1965, bls. xj.
Mynd 8. Innsiglisstimpill með búmerki úr tini, líklega frá um 1400. Fundinn þegar grafið var fyrir húsgrunni
í Tjarnargötu í Reykjavík. Á stimplinum eru stafirnir IÞ. Þvermál myndflatar 2,8 cm. Þjms. 5140/1904-71.
Ljósmynd: Þjóðminjasafn Íslands.