Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 150
149STUTT YFIRLIT UM INNSIGLI Á ÍSLANDI
Ólafur Stephánsson (1385): armleggur með öxi.65
Mörg innsigli frá þessari öld, einkum hennar síðari hluta, eru með
rúnadráttum innaní, og mun það, að minnsta kosti upphaf lega, hafa verið
nafndrættir þeirra sem innsiglið áttu. Til sýnis eru þessi:
Ormur Ketilsson (1369):66
Helgi Helgason (1369):67
Jón Vilhjálmsson (1369):68
Arnfinnur Þorsteinsson (1384):69
Jón Ólafsson (1384):70
Á fimtándu öld eru innsigli biskupa, klaustra og presta löguð eins og almennt
finnst tíðkað, t.d. með Maríu mynd, conventu innsigli með húsmynd og
krossi ofaná, presta innsigli með kaleik, með drættinum IHS, o.s.frv. og letri
utan með. Innsigli leikmanna eru ýmist með myndum og letri í kríng, optast
á latínu, eða með rúnadrætti innaní og letri utanmeð, stundum afbakaðri
Latínu. Eg skal taka nokkur til dæmis:
Björn Einarsson Jórsalafari (1405): þrjár liljur, og S. BERONIS EINARI
utanmeð71
65 Ólafur þessi mun hafa verið bróðir Úlfs Stefánssonar, og því sonur Stefáns Gunnlaugssonar prests að
Saurbæ í Eyjafirði og síðar ábóta. Ekkert meira er vitað um bræðurna Úlf og Ólaf. Sjá Guðmund
Steindórsson o.fl. 1990.
66 Ormur Ketilsson virðist hafa verið prestur á Kolbeinsstöðum, en hann var sonur Ketils Þorlákssonar
hirðstjóra og riddara. Annars er ekkert vitað um Orm, en innsigli hans er einnig varðveitt í gömlu
norsku alfræðibókinni, Nordisk Famijlebok, sem var gefin út 1876-1899. Sjá Jón Þorkelsson 1988.
67 Helgi Helgason virðist hafa verið bóndi í Hjörsey, Hítarnesþingum, annars er lítið um hann vitað
en sonur hans, Aron, varð prestur þar síðar. Sjá Pál Eggert Ólason, I. bindi, 1948, bls. 86. Helgi hefur
vottað bréf nr. 201 í Diplomatarium Islandicum, 3. bindi, 1896, bls. 250.
68 Ekkert er vitað um Jón þennan Vilhjálmsson, en hann hefur vottað sölu á jörðinni Hofi í Vatnsdal
árið 1369 ásamt ofangreindum Helga Helgasyni. Sjá bréf nr. 201, Diplomatarium Islandicum, 3. bindi,
1896, bls. 250. Bréfið var skrifað 1. febrúar 1369 á Ökrum í Hraunhreppi á Mýrum.
69 Arnfinnur Þorsteinsson, fæðingarár hans er óvíst. Enginn annar Arn finnur Þorsteinsson finnst í heim ild-
um svo að um sama mann hlýtur að vera að ræða. Arnfinnur þessi var sýslu maður, hirð stjóri og ridd ari
á Urðum í Svarfað ar dal, sem sagt af ættum Urðar manna. Sjá Pál Eggert Ólason, I. bindi, 1948, bls. 25.
70 Líklegast er þetta Jón Ólafsson, prestur á Valþjófsstað í Fljótsdal. Sjá Svein Níelsson 1950, bls. 9. Sjá
einnig bréf nr. 211 í Diplomatarium Islandicum, IV. bindi.
71 Björn „Jórsalafari“ Einarsson var sýslumaður í Vatnsfirði og umboðsmaður hirðstjóra. Ferðaðist til
Grænlands og síðar til Jórsala og Rómaborgar. Sjá Pál Eggert Ólason, I. bindi, 1948, bls. 212 og Jón
Þorkelsson 1988.