Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Side 151
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS150
Vigfús Ívarsson hirðstjóri (1412): sperra með tveim stjörnum og brennandi
hjarta.72
Bessi Helgason (1412): hundur með öxi uppreista við vinstri hlið og letur í
kríng: S. BESI:HELGINI.73
Loptur Guttormsson (1415): ormur innaní skríðandi og utanvið letur: S.
LOPTONIS.GV.74
Á mestum fjölda af innsiglum leikmanna frá þessari öld eru rúnadrættir
innaní og letur utanmeð, svosem:
Þórður Snorrason (1439):
og S. THORDERI.SNORONI utanmeð.75
Þorgils Einarsson (1446): og S. THORGIS utanmeð.76
Einar Hallfriðarson (1456): og S. EINARI HALLFREDI.77
Sigurður Helgason (1473): S. SVGVRDI HEL... 78
Á sextándu öld helzt enn við nokkuð líkt, fram undir siðaskiptin, en eptir
það verður breytíng á smásaman. Þá hverfa innsigli klaustra og conventu;
innsigli biskupanna eru sett með latínustöfum, presta sömuleiðis. Innsigli
leikmanna halda rúnadráttum, en nöfnin eru opt sett á íslenzku utanmeð,
og stökusinnum eru latínustafir fyrir rúnadrætti. Til dæmis:
72 Vigfús Ívarsson var hirðstjóri á landinu öllu milli 1389 og 1413 og bjó að Bessastöðum á Álftanesi.
Sjá Pál Eggert Ólason, V. bindi, 1952, bls. 51.
73 Bessi Helgason finnst hvergi í heimildum, að undanskildu bréfinu sem ber innsigli hans og nafn, en
hann mun hafa búið á Barðaströnd og vottaði, jafnvel ritaði, bréf nr. 620 í Diplomatarium Islandicum,
III. bindi, 1896, bls. 743, en bréfið var skrifað á Reykhólum 22. júní 1412.
74 Loftur „ríki“ Guttormsson var hirðstjóri, sýslumaður og riddari að Möðruvöllum í Eyjafirði og eitt
höfuðskálda sinnar tíðar. Sjá Pál Eggert Ólason, III. bindi, 1950, bls. 395-396.
75 Ekkert er vitað um þennan Þórð Snorrason, en innsigli hans er varðveitt í Nordisk Familjebok 1876-
1899, ásamt innsigli Orms Ketilssonar.
76 Þorgils Einarsson var sonur Einars Dálkssonar, sýslumanns í Bólstaðarhlíð. Þó er ekki vitað hvort
Þorgils hafi búið að Bólstaðarhlíð, né við hvað hann starfaði. Sonur hans, Gísli Þorgilsson, er sagður
bóndi að Hofi í Vatnsdal. Sjá Pál Eggert Ólason, I. bindi, 1948, bls. 342 og V. bindi, 1952, bls. 541.
77 Enginn Einar Hallfriðarson finnst í heimildum, en ekki er ólíklegt að Einar þessi sé sá sami og er
sagður sonur Þóru Dálksdóttur, systur Einars Dálkssonar og því frændi Þorgils Einarssonar. Óvíst
er hvar hann bjó en afkomendur hans eru sagðir búa í Bólstaðarhlíð svo ekki er ólíklegt að bærinn
hafi haldist meðal afkomenda Dálks í þó nokkurn tíma. Sjá Boga Benediktsson, I. bindi, bls. 507.
78 Finnst ekki í heimildum, en þó nokkrir Sigurðar voru uppi á 15. öld sem bera ekki föðurnafn í
heimildum, líklegast er Sigurður þessi einn þeirra. Sjá t.d. Einar Bjarnason 1952 og Svein Níelsson
1950.