Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 152
151STUTT YFIRLIT UM INNSIGLI Á ÍSLANDI
Guðbrandur biskup Þorláksson (1590): skjöldur og þar
á (= Kross, sem undireins þýðir T(horlaksson); G er
myndað á legg krossins (= Guðbrandur) neðanvið er S. H., sem þýðir
Superintendens Holensis.79
Jón Sigmundsson lögmaður (1514): hönd sem heldur á öxi, og letur í kríng:
S: IOHANNI: SIGMVND.80
Björn Guðinason (1505): hundur með hríngaða rófu, og letur: SI.
BERONI. GUD.81
Ormur Sturlason lögmaður (1552): með letri: ORMVR.STVLLA.
SON L.N.V.I. (= lögmaður norðan [og] vestan [á] Íslandi).82
Þórður Guðmundarson lögmaður (1570):
með letri: S+THEODORI+GVDMDI.83
Jón Jónsson lögmaður (1574):
og letur: S.IOHANIS.JONS SON.84
Sigurður Jónsson (1570): skjöldur með bjarnarhöfði á.85
Þorbergur Bessason (1570): stjarna með átta geislum.86
79 Guðbrandur Þorláksson biskup var velkunnur maður, var prestur á Breiðabólstað fyrir biskupstíð
sína, keypti þangað prentsmiðju og lét prenta hina frægu Guðbrandsbiblíu. Sjá Pál Eggert Ólason, II.
bindi, 1949, bls. 114-115.
80 Jón Sigmundsson var lögmaður í Víðidalstungu, var áður með bú að Urðum, Svarfaðardal en missti
eignir sínar til Hólakirkju. Átti í miklum deilum við biskupana. Sjá Pál Eggert Ólason, III. bindi,
1950, bls. 255.
81 Björn Guðnason var sýslumaður í Ögri. Sjá Pál Eggert Ólason, I. bindi, 1948, bls. 216-217.
82 Ormur Sturlason var lögmaður, en ekki er þess getið hvar hann bjó. Faðir hans Sturla Þórðarson var
þó bóndi á Staðarfelli. Virðist vera nefndur Grímur í jarðabréfi dags. 3.2.1541. Skráður Stullason í
því bréfi og einnig í fleiri jarðabréfum, t. d. frá 1550 og 1572. Sjá Pál Eggert Ólason, IV. bindi, 1951,
bls. 101-102.
83 Athugið að þetta merki er óaðgreinanlegt frá merki Orms Sturlusonar, þar með virðist ekki öllu
skipta hvort annar aðili hafi svipað eða eins merki, þó slíkt hafi sjálfsagt getað valdið ruglingi.
Þórður Guðmundarson (skráður Guðmundsson) var lögmaður sunnan og austan og fylgdi Jóni
Jónssyni, lögmanni norðan og vestan, gegn biskupum og kirkjuvaldi. Bjó lengst af á Hvítárvöllum.
Sjá Einar Bjarnason 1952 og Jón Þorkelsson 1988.
84 Jón Jónsson var lögmaður norðan og vestan og átti, ásamt ofangreindum Þórði Guðmundarsyni
lögmanni, í deilum við biskupa og kirkju. Hann hélt Stapaumboð. Sjá Einar Bjarnason 1952 og
Boga Benediktsson, II. bindi, bls. 51.
85 Sigurður Jónsson var sýslumaður í Vaðla- og Múlaþingum og klausturhaldari á Reynistað í
Skagafirði. Hans er einnig getið sem lögréttumanns í heimildum frá 1570-1575. Sjá Einar Bjarnason
1952 og Boga Benediktsson, I. bindi, bls. 362.
86 Þórbergur Bessason var sýslumaður að Hofi, Höfðaströnd en gegndi einnig embætti lögréttumanns
1549-1573. Sjá Boga Benediktsson, I. bindi, 1881-1884, bls. 342.