Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Blaðsíða 153
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS152
Ólafur Jónsson (1552):87
Björn Benediktsson (1595:88
Ormur Jónsson (1592): hjarta með ör í gegnum, og þar fyrir ofan89
Gunnar Ormsson (1594):90
Á seytjándu öld sést enn almennt rúnaletur á innsiglum. En smásaman
fór á þessari öld sá vani að leggjast niður, að móta innsiglin í vax og hafa
þau hángandi við bréfin, í staðinn fyrir undirskriptir. Menn fóru opt að
prenta innsiglin á oblátur neðan við bréfin eða á faldinn (plica) og skrifa
nöfn sín fyrir ofan. En eigi að síður finna menn lengi fram eptir þessari öld
hin sömu eða samskonar rúnamerki á innsiglunum, stundum aptur smáa
latínska stafi, sem upphafsstafi nafns fyrir ofan eitthvert merki sem stendur
á meginhluta innsiglisins. Af rúnamerkjunum skal eg taka til dæmis:
Halldór Ólafsson lögmaður (1608):91
Þorleifur Alexiusson lögréttumaður (1608):92
Ólafur Einarsson skólameistari í Skálholti (1605):93
Páll Erasmusson kirkjuprestur í Skálholti (1605):94
Simon Oddsson (1607): og með latínu letri í kríng: S.SIMONIS.OTT.95
87 Líklegast var Ólafur þessi Jónsson prestur í Holti, Önundarfirði, sem gegndi prófastsstöðu frá 1542-
1564. Annars bera margir nafnið Ólafur Jónsson sem uppi voru samtímis, svo óvíst er hver þeirra í
raun átti innsiglið. Sjá Pál Eggert Ólason, IV. bindi, 1951, bls. 57.
88 Björn Benediktsson var sýslumaður að Munkaþverá. Sjá Pál Eggert Ólason, I. bindi, 1948, bls. 205-206.
89 Ormur Jónsson var bóndi í Fremri-Gufudal, og lögsagnari í Gufudal. Sjá Pál Eggert Ólason, IV.
bindi, 1951, bls. 98.
90 Gunnar Ormsson var bóndi í Tungu í Stíflu. Sjá Hólmgeir Þorsteinsson, VI. bindi, 1984, bls. 67.
91 Halldór Ólafsson var lögmaður og sýslumaður í Hegranesþingi. Hann bjó að Grund í Eyjarfirði.
Hann er sagður hafa haldið Möðruvallaklaustur. Sjá Boga Benediktsson, I. bindi, 1948, bls. 377.
92 Aftur eins merki og Ormur Sturlason og Þórður Guðmundarson báru um hálfri öld áður. Þorleifur
Alexíusson var lögréttumaður og er getið í heimildum milli 1584-1615. Faðir hans var Alexíus
Pálsson, prestur á Þingvöllum og síðar ábóti í Viðey. Sjá Pál Eggert Ólason, I. bindi, 1948, bls. 4.
93 Ólafur Einarsson var fæddur í Nesi í Aðaldal og varð skólameistari í Skálholti 1599. Síðar gerðist
hann prestur á Kirkjubæ í Hróarstungu og prófastur í Múlaprófastsdæmi 1609-1651. Sjá Svein
Níelsson, 1950, bls. 8, 34.
94 Páll Erasmusson var aðstoðarprestur á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, síðar kirkjuprestur í Skálholti,
1605-1608 og 1635-1939. Var einnig prestur á Hrepphólum í Hrunamannahreppi, 1608-1635. Sjá
Svein Níelsson 1950, bls. 60, 83 og 99.
95 Berist saman við merki Ólafs Einarssonar skólameistara frá hér um bil sama tímabili. Símon
Oddsson er óþekktur, en hugsanlega er þetta Símon fæddur um 1560, faðir Hallberu og Herdísar,
sem munu vera fæddar undir lok 16. aldar. Engar aðrar heimildir eru til um Símon sem gæti hafa
verið á lífi árið 1607. Ekki er vitað hvar hann bjó en systurnar eru sagðar koma að norðan. Sjá
Einar Bjarnason 1952.