Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Qupperneq 154
153STUTT YFIRLIT UM INNSIGLI Á ÍSLANDI
Grímur Svartsson (1617): með latínuletri í kríng: ×GRIMVR×SVAS96
Hávarður Guðbrandsson (1629):
með latínuletri í kríng: ⁝HAVARDVR GVD: S:97
Jón Magnússon (1631):98
og má finna þetta framyfir miðja öld, einkum meðan hángandi innsigli
finnast fyrir bréfunum. Þareptir komu innsigli með latínsku bandaletri
(sem nú er kallað allianceletur) með upphafsstöfum nafnanna (t.d. „S.M.S.“
bundið á tvo vegu = Skúli Magnússon).
Á átjándu öld er þetta venjulegast, og mun ekki víða finnast rúnaletur á
innsiglum. Nú á þessum tímum er það og sjaldgæft, en menn hafa full nöfn
sín með latínustöfum.
Merki, eða mörk, sem heyra til hlutum og stöðum
(Ritgerð Jóns Sigurðssonar JS 496 4to (1868), bl. 2v – 5v)
1. Húsabær. Á stöku stöðum finnst á Íslandi bæjarnafnið, stundum
skammstafað, skorið á vindhana yfir karldyrum (bæjardyrum), optastnær
með latínustöfum, en ekki er þetta almennt. Ekki er mér kunnugt, að
merki eða mark hafi fylgt bæjum, nema biskupsstólunum Skálholti og
Hólum (t.d. fjármark og viðarmark) og sumstaðar kirkjum. Bessastöðum
fylgði konúngsmark meðan höfuðsmenn og fógetar sátu þar, og höfðu
umráð yfir fénaði, skipum og öðru gózi, sem konúngi tilheyrði.
2. Hlutir sem heyra til bús manna eða eigu eru opt markaðir með stöfum,
96 Enginn Grímur Svartsson finnst í heimildum, hugsanlega hefur hann verið sonur Svarts Árnasonar
prests (um 1520-1601) í Eyjafirði, en hann er þó sagður barnlaus. Einnig er mögulegt að hann hafi
verið sonur Svarts bónda að Látrum en hann er sagður hafa átt synina Þórð og Jón, en Gríms er
ekki getið. Sjá Svein Níelsson, 1950, bls. 251, 253 og Einar Bjarnason 1969.
97 Hávarður Guðbrandsson var smiður, en ekki er þess getið hvar hann var búsettur. Sjá Ættartölubækur
Jóns Espólíns 1980-1983.
98 Nafnið er fremur algengt og koma þó nokkrir til greina hér, meðal annars mætti nefna Jón
Magnússon prest á Eyvindarhólum undir Eyjafjöllum, Jón „dana“ Magnússon bónda á Eyri,
Seyðisfirði, Jón Magnússon bónda í Hundadal, Jón Magnússon prest og skáld að Möðruvallaklaustri
og Laufási, eða þá Jón „þumlung“ Magnússon prest í Ögurþingum við Ísafjarðardjúp og á Eyri í
Skutulsfirði. Allir koma þessir menn jafnt til greina þar sem óvíst er hvaða bréf Jón Sigurðsson vísar
í hér, það eina sem er vitað um Jón þennan er að hans er getið í bréfi dagsettu 1631. Sjá m.a. Pál
Eggert Ólason III. bindi, 1950, bls. 217-219.