Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Síða 158
157STUTT YFIRLIT UM INNSIGLI Á ÍSLANDI
og engjamerki, sömuleiðis um merki í fjörum, á eyjum o.s.frv. (Grág.
Landslb. cap. 35)106 og í skógum er talað um björk og merkibjarkir (birkitré
sem var til skógarmarks). Í landaskiptum voru merkiár, á fjörum merkiósar,
en einkum merkisteinar (lýrittar o.s.frv.) milli einstakra jarða. Menn hafa
ekki, það eg veit, orðið varir við, að nein stafamerki sé á lýrittum, en
þeir eru þekkjanlegir á því, að þeir eru þrír steinar í röð, einkennilegir
í lagi, og aska finnst undir þeim. Hver merki menn hafi haft á trjám eða
viðum í skógum, til að helga sér land, vitum vér nú ekki, en á fjörum
hafa menn frá fornöld sett mark sitt á rekavið, og svo er enn. Þetta er
í Grágás kallað viðarmark (Landabr. c. 52)107, og skyldi maður sýna það
búum (nágrönnum) sínum, ef það skyldi lögmark vera, eða veita manni
löghelgan eignarrétt. Þesskonar merki tíðkast enn í dag á rekafjörum, og
eru það annaðhvort fángamörk einstakra manna, eða merki kirkna sem
eiga rekana, eða parta í þeim.
6. Merki á grafsteinum eru þau einu, sem fylgja graf letri, og er það
margvíslega sett þar sem það er. Á Íslandi er það ekki óvíða, að
grafminníngar eru annaðhvort skrifaðar eða prentaðar festar upp í kirkjum
á spjöldum. Stundum eru þær gylltar á þykkum glerspjöldum með gylltri
umgjörð og hengdar upp í kirkjum þar sem sá er grafinn í kirkjugarði sem
minníngin er sett.
7. Á kirkjustólum mun sjaldan sjást eignarmörk á Íslandi, því sæti manna í
kirkjum eru frjáls, þó það sé venja að sumir haldi sínu fasta sæti í kirkjunni.
8. Spítur, hælar eða þollar geta verið merktir, þar sem þess þykir þörf og
með ýmsu móti, t.d. tjald-hælar ferðamanna, þvottaspítur, merki þollar við
reit í fiskiverum eða í kálgörðum, o.f l. þesskonar.
9. Gjafagripir til kirkna hafa optastnær merki gjafarans, t.d. altarisklæði,
hökull, kaleikur, korporalsdúkur o. þvíumlíkt, og eru þau merki á sama
hátt gjör eins og fángamörk, og saumuð í með letri. Stundum finnst dæmi
til, að gjöfin er merkt með vísu eða versi, einsog á klukku sem Ólafur
biskup Hjaltason á Hólum (1551 – 1568) gaf til Hóla dómskirkju (Espól.
Ísl. Árb. IV, 127).108
106 Hér vísar Jón í Grágás 1852.
107 Sama heimild.
108 Hér vísar Jón í Jón Espólín 1821-1855. Hér á eftir hefur Jón strikað eftirfarandi úr handritinu:
„þar var steypt á klukkuna þessi vísa: Herra Ólaf, heiðursmann,
sem Hóla kirkju stýrir hann,
stóra klukku á staðarins torg,
steypa lét í Hamborg.“