Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 178
MYNDIR
SÓLRÚN INGA TRAUSTADÓTTIR
VINNUMYNDIR AF VETTVANGI
Fornleifafræðingar á Íslandi eiga sér fjölbreyttan starfsvettvang. Stór hluti
vinnunnar fer fram undir berum himni á ólíkum stöðum víðs vegar um
land. Allir þurfa að hafa góða aðlögunarhæfni því að margt getur haft áhrif
á starfsumhverfið. Í þessu samhengi ber helst að nefna íslenskt veðurfar
og aðgengi að minjastaðnum sem er verið að rannsaka en stundum þarf
að ganga langar vegalengdir með verkfæri og búnað sem nauðsynleg eru
rannsóknarvinnunni. Fornleifafræðingar lenda oft í ögrandi aðstæðum við
störf sín: ofan í djúpum dimmum skurðum, í forarpytti í snjókomu, inni í
þéttbýli þar sem menn og tæki þjóta hjá, hangandi á klettabrún til að reyna
að bjarga gripum frá náttúruöf lum eða jafnvel að klífa háar hæðir til þess
að ná góðri yfirlitsmynd af minjastað.
Í öllum fornleifarannsóknum er ákveðin aðferðafræði notuð við
skrásetningu á minjunum og hefur ljósmyndun til dæmis lengi verið afar
mikilvægur þáttur. Áður en ljósmyndun sem skráningaraðferð kom til
sögunnar leituðu fornfræðingar þó ýmissa leiða til að skrásetja og vekja
áhuga fólks á gripum, rústum og öðrum minjum. Þeir notuðu meðal annars
grafísk form, kort og uppdrætti.1 Í dag eru ljósmyndir vinsælt myndefni
þegar kemur að því að kynna minjar og rannsóknir fyrir almenningi en
ýmiss konar uppdrættir eru einnig notaðir í sama tilgangi. Ljósmyndir
hafa því bæði mikilvægt gildi sem hluti af fornleifafræðilegum gögnum
rannsókna og sem sjónrænar upplýsingar um minjastaði.
Í uppgrefti eru teknar ljósmyndir sem má skipta í tvo f lokka, þ.e.
hreinsaðar (e. sterilized) myndir og vinnu myndir. Í fyrri f lokknum eru
einungis ljósmyndir af fornleifum og getur viðfangsefnið þá verið t.d.
jarðlag, torfveggur, steinar, heilt mannvirki o.s.frv. Þegar talað er um
hreinsaða ljósmynd má í raun ekkert annað en viðfangsefnið vera innan
myndarammans. Þar má í mesta lagi vera kvarði og norðurör. Áður en
slíkar myndir eru teknar, er svæðið sem um ræðir hreinsað vandlega,
þ.e.a.s. öll laus mold er fjarlægð, öll verkfæri eru færð úr skotlínu linsunnar
og það er afar mikilvægt að ekki sjáist nein skóför í moldinni, fólk eða
1 Schnapp 1996; Svabo & Shanks 2013, bls. 2.