Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Side 207

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Side 207
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS206 og ungbarnadauði, sem væri beinlínis ósiðlegt að sakna, eða hversdagslegir hlutir eins og tvítala eða lonníettur sem verða óþarfir, stundum af því að eitthvað annað og betra kom í staðinn en stundum bara af því að tíminn leið og samhengi breyttist. Það er því eitthvert val sem á sér stað þegar fyrirbæri verða að menningararfi. Sumt er hafið upp á stall en annað fellur í gleymskunnar dá. Og það er þetta val sem er spennandi rannsóknarefni því að það endurspeglar alls konar viðhorf og skoðanir, og getur sjálft orðið vettvangur fyrir ágreining, ímyndarsköpun og valdbeitingu. Fyrirbæri sem eru úrelt, eða við það að verða úrelt, geta orðið menningararfur ef þeim er gefið nýtt gildi. Nýja gildið felur alltaf í sér að þau verða fyrst og fremst tákn. Þau geta orðið tákn um íhaldssemi eða söknuð, þær tilfinningar sem vakna þegar breytingar verða; þau geta orðið tákn fyrir þá hópa sem hafa slíkar tilfinningar umfram aðra en þau geta líka orðið tákn fyrir eitthvað nýtt, fyrir viðhorf eða hópa sem tengdust fyrirbærinu ekkert sérstaklega áður en það varð menningararfur. Umbreytingin, frá hversdagslegu fyrirbæri til menningararfs, krefst alltaf sköpunar. Stundum er hún fyrir opnum tjöldum eins og þegar Sigurður málari hannaði nýjan kvenbúning (Karl Aspelund: „Breytileg merking menningararfs“) en oftar fer mestur sköpunarkrafturinn í að hlaða undir hugmyndina um upprunaleika. Það er auðvitað þversögn að upprunaleiki geti verið skapaður og margir af höfundum bókarinnar virðast upplifa það fyrst og fremst sem fölsun, aff lutning eða sjálfsblekkingu (Valdimar Tr. Hafstein: „Menning í öðru veldi“; Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Marta Guðrún Jóhannesdóttir: „Moldargreni og menningararfur“; Katla Kjartansdóttir og Kristinn Schram: „Óræður arfur“). En það er ekki kjarni málsins. Eins og Bryndís Björgvinsdóttir bendir réttilega á („Þetta er fyrir tvöhundruð árum!“) er menningararfur sviðsetning – leikur. Þannig getur það ekki öðruvísi verið vegna þess að menningararfur er jú nýgerving, tilbúningur. Eina falsið í dæminu er sú hugmynd að menningararfur geti verið og eigi að vera á einhvern hátt „sannur“ – að það sem við upplifum sem menningararf geti haldið nákvæmlega sama gildi og það hafði áður en okkur datt í hug að það væri menningararfur. Og að það sé hlutverk sérfræðinga að dæma hvort tiltekinn menningararfur sé „sannur“ eða að meta hversu upprunalegur hann er, að þeirra verkefni sé að afhjúpa þversagnirnar og tilbúninginn sem þurfti til að gera menningararfinn að menningararfi. Slíkir sérfræðingar eru eins og fólk sem fer í leikhús og verður hneykslað á því að a) leikritið sé skáldað, b) að leikararnir séu að leika annað fólk en sig sjálft og c) að áhorfendur í salnum virðist beinlínis
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.