Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 209

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 209
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS208 eru brotin. Sviðsetning þessa tiltekna menningararfs er ósveigjanleg og það er ósveigjanleikinn sem gefur honum það gildi sem hann hefur. Það þýðir ekki að það mætti ekki búa til annars konar sviðsetningu sem notaðist við einhverja hluta af táknheimi þjóðbúningsins. Það hefur til dæmis heppnast ágætlega að setja upp leikrit eftir Shakespeare í alls konar útfærslum sem skáldinu sjálfu hefði aldrei til hugar komið og sem vekja upp hrylling hjá sjálfskipuðum gæslumönnum arf leifðar hans. En það myndi krefjast sköpunar – úthugsunar og ásetnings sem mögulega er ekki menningarpólitísk innistæða fyrir í tilfelli þjóðbúningsins. Þjóðbúninga sauma konurnar hafa vald sem þær beita, sam kvæmt lýs ing- um Bryndísar, eins og upplýstir en óbifan legir ein ræðis herrar. Menn ing ar- arfur er vett vangur alls konar vald beitingar og valdabaráttu og það er eitt af því sem gerir menn ingar arfs rannsóknir jafn frjóar og áhugaverðar og þessi bók ber vitni um. Þéttasta umfjöllunin í bókinni er um kven búninginn og kven líkamann. Greinar Bryndísar, Karls Aspelund og Ólafs Rastrick („Í húð og hár“) gefa lesandanum innsýn í nokkur meginstef í sambúðarsögu kvenna og íslensks menningararfs. Grein Ólafs er sú eina í ritinu sem tekur ekki mið af ákveðnum menningararfi heldur fremur andstæðunum sem sköpuðu hann: alþjóðlegum tísku straumum á milli stríðs árunum. Hún sýnir vel hvernig menningararfur er val og hvernig hann getur orðið vett- vangur valdbeitingar. Gríðarmiklar og hraðar menningarbreytingar urðu á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar og almennt var stemmningin sú að það væru allt saman framfarir og helsta vandamálið að breytingarnar gengju ekki nógu hratt og ekki nógu langt. Stórskáld fyrirurðu sig fyrir þjóð sem kunni ekki að bursta í sér tennurnar eða nota húsgögn. Það gleymist líka oft að upphafning fornaldarinnar – Íslendingasögurnar sem þjóðareign – og skilgreiningar á því hvað væri þjóðlegt og hvað ekki voru hluti af þessari nýgervingu allri saman. Og þó að f lest fólk vildi fegið gleyma sem fyrst fátækt og fásinni íslenska bændasamfélagsins, þá kölluðu breytingarnar óhjákvæmilega fram tilfinningar á borð við söknuð og kvíða sem brutust út á nokkrum afmörkuðum sviðum. Eitt af þeim var útgangurinn á íslensku kvenfólki. Það er eftirtektarvert að þeir sem einkum tóku til máls til varnar gömlum hefðum voru miðaldra eða eldri karlar í Reykjavík, oftast embættis- og menntamenn, sem sjálfir gengu umhugsunar- og kinnroðalaust í jakkafötum með nýjasta sniði frá London, en fannst það hneyksli ef konur gengu um með drengjakoll. Það er auðvitað val að telja að kvenbúningur sé menningararfur en að karlfatnaður sé það ekki. Meginstef í allri menningararfssköpun er að gæslumönnum arfsins
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.