Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Síða 210
209RITDÓMUR: MENNINGARARFUR Á ÍSLANDI
finnst iðulega að það séu einhverjir aðrir, oftast undirsettir hópar – og þá
sérstaklega konur – sem eiga að varðveita arfinn. Menningararfurinn er þá
líka tæki til að kúga, halda fólki á sínum stað. Í hugum rausandi karla eins
og Guðmundar Finnbogasonar voru konur fyrst og fremst gangandi tákn
fyrir eitthvað annað en sig sjálfar – honum líkaði hvorki táknheimurinn
sem nýjar kynslóðir kvenna voru að velja sér né, og sennilega enn síður, að
þær skyldu taka sér sjálfar valdið til að velja þann táknheim.
Menningararfur eins og hann birtist í þessari bók kemur aðal-
lega fram á tveimur sviðum. Annars vegar í hegðun fólks, svið-
setningum þess og leikjum, og hins vegar í táknunum sem gefa þessu
öllu merkingu. Sviðsetningar byggjast á táknum en táknin geta líka átt sér
sjálfstæða tilveru. Þetta kemur ber legast fram í afstöðu hins opinbera til
menningararfs. Guðmundur Hálf danarson („Þjóðnýting menningararfs“)
rekur handritamálið og sýnir hvernig handritin – hlutgerving íslenskrar
menningar – urðu að tákni fyrir nýfrjálsa þjóð. Handritin eru dæmi um
gripi sem hafa svo mikinn kraft, töfrakraft í raun, að þau verða eins og tabú.
Venjulegt fólk má ekki snerta þau og þau þykja best geymd á bak við lás
og slá. Það er ekki af tilviljun eða vangá að það gengur erfiðlega að koma
upp sýningu á íslensku handritunum. Það er í raun andstætt táknrænni
merkingu þeirra og helgi að sýna þau eða gera gripina sjálfa aðgengilega
almenningi. Það er pólitískur, menningarlegur, táknrænn og fjárhagslegur
ómöguleiki að sýna íslensku handritin. Táknrænn eðlismassi þeirra er
þvílíkur að venjuleg lögmál gilda ekki um þau og í raun líður öllum best
að vita af þeim í ljóslausu, rakastilltu og eldvörðu hólfi – best væri ef þau
væru ekki snertingu við sama andrúmsloft og við hin.
Handritin urðu helgigripir á löngum tíma og fyrir tilstuðlan þrotlausrar
sköpunarvinnu en langt er síðan þau öðluðust sjálfstæðan sess utan og ofan
við ræður stjórnmálamanna. Þeir geta núorðið ekki annað en reynt að standa
fremstir í tilbeiðslu þeirra. En menningararfur er frjó uppspretta pólitískrar
sköpunar og þeir stjórnmálamenn sem vilja virkilega móta samtíð sína seilast
yfirleitt fyrr eða síðar í menningararfinn eftir táknum og ímyndum til að
ná markmiðum sínum. Sigríður Helga Þorsteinsdóttir („Þjóðardýrlingur
heldur til Rómar“) greinir hvernig Guðríður Þorbjarnardóttir hefur
smátt og smátt, og meðvitað af hálfu stjórnmálamanna, verið gerð að
tákni fyrir Ísland og hlut Íslendinga í landafundasögu Vesturheims. Hún
er dæmi um tákn sem keppir ekki við aðrar og skýrari kvenpersónur
Íslendingasagna um hug og hjörtu þjóðarinnar, en er ákaf lega skýrt og
nýtilegt í skálaræðum erlendis og á örugglega framtíðina fyrir sér sem