Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Page 214
213RITDÓMUR: LANDNÁM OG LANDNÁMSFÓLK
uppgraftarsvæðinu (bls. 22). Bókina skortir þó algerlega gæði gagnasafns til
samanburðar og gildi ítarlegrar skýrslu; mörg mikilvæg smáatriði hljóta að
vera í óútgefnum áfangaskýrslum hjá Fornleifafræðistofunni en fylgja ekki
með í bókinni. Til dæmis eru birtar gagnlegar loftmyndir og aðrar ljósmyndir
af báðum uppgraftarsvæðunum (sjá t.d. bls. 20, 21 og 162) og sömuleiðis
teikningar af báðum svæðum, en engin yfirlitsteikning af svæðinu í heild
sinni. Staðsetning gripa er sýnd á teikningum af uppgröfnum mannvirkjum
en fornleifafræðilegt samhengi gripanna er ekki skýrt.
Óskýr tilgangur bókarinnar kemur enn frekar í ljós í skorti á nafnaskrám
og orðalistum. Engin atriðisorðaskrá er aftast í bókinni né heldur myndaskrá
yfir hundruð af ónúmeruðum myndskreytingum. Tilvísanir eru gerðar
skv. Harvardkerfinu og aftast er tilkomumikil heimildaskrá sem skiptist í
prentaðar heimildir (sá hluti kemur vel út hvað varðar útgáfur á norrænum
málum en vísað er í færri heimildir útgefnar á ensku), 'veraldarvefinn', óbirtar
skýrslur og munnlegar heimildir. Tilvísanir eru prentaðar aftast í bókinni
(bls. 469-477) og eru oft í þeim tilvitnanir á frummáli sem höfundur hefur
þýtt í meginmálinu.
Meginmál bókarinnar skiptist í þrjá hluta en þeir eru: Baksvið rannsóknanna
(bls. 17-152), Bæjarstæðið í Hólmi (bls. 153-306) og Blótstaðurinn (bls. 307-
434). Færa má rök fyrir því að miðkaf linn sé sá mikilvægasti í bókinni
því þar er kynntur uppgröftur sérfræðinga á bæjarstæðinu sem tók mörg
sumur; síðasti kaf linn er líklega sá sem höfundi þykir skipta mestu máli en
vitnisburður fornleifanna styður stundum ekki ályktanir sem dregnar eru. Í
þessum lokahluta bókarinnar er sagt frá uppgrefti á svæði sem er um 230 m
frá bæjarstæðinu, sem höfundur túlkar sem jarðhús sem þjónaði hlutverki
blóthúss ásamt 'blótstað'. Niðurstaðan er sú að saman líkist blótstaðurinn og
blóthúsið einna helst litlum minjastað á Ranheim í Suður-Þrændalögum en
þar er lítil bygging (blóthúsið) og hringlaga upphækkuð grjóthleðsla (nefnd
horg í norsku skýrslunni, http://www.transpersonlig.no/ranheim.pdf ) en eigi
færra sameiginlegt með byggingu á Borg í Lofoten (bls. 348).
Fyrsti hluti bókarinnar fjallar um efni sem er aðeins lauslega tengt
rann sóknar staðnum í Hólmi, t.d. eru þar kaf lar sem fjalla um miðalda-
fornleifafræði og munnmæli og þjóðsögur í Austur-Skaftafellssýslu (bls.
53-106). Á bls. 107-152 er fjallað um innihald Íslendingabókar og Land-
námabókar og velt upp spurningum um landnám Íslands en ekki er þar kafað
djúpt og engar nýjar ályktanir dregnar.
Annar hluti sýnir að bærinn í Hólmi samanstóð af a.m.k. sex byggingum,
af löngum skála (hús 5) og mörgum minni byggingum. Engin bygginganna