Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2016, Side 217
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS216
AÐALFUNDUR
Hins íslenzka fornleifafélags 2015
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags árið 2015 var haldinn í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafns Íslands miðvikudaginn 9. desember 2015 kl 16:00.
Fundinn sátu 40 félagsmenn og gestir. Formaður félagsins, Ragnheiður
Traustadóttir, setti fundinn og f lutti skýrslu stjórnar. Þar voru helstu tíðindi
að samningur náðist við Þjóðminjasafn Íslands um aðkomu að Árbókinni.
Einnig fékkst styrkur úr fornminjasjóði til Árbókar.
Nokkur fjölgun varð á nýjum félögum eftir mikla fækkun frá fyrri
árum. Staða félagsins er því nokkuð góð sem stendur. Stefnt verður að því
að gefa Árbókina út á hverju ári. Ekki hafði spurst um lát neins félaga á
árinu. Þá las féhirðir Lísabet Guðmundsdóttir upp reikninga félagsins.
Birna Lárusdóttir, ritstjóri, kynnti Árbók 2014, sem er í lokavinnslu
og verður send út í janúar 2016. Árbókinni er nú skipt í eftirfarandi þætti:
Greinar, þankar, myndir, af vettvangi og ritdómar. Síðan var stjórnarkjör.
Formaður lagði fram tillögu að nýrri stjórn sem var samþykkt samhljóða
með lófataki. Stjórnin verður þannig skipuð til næstu tveggja ára:
Formaður: Hildur Gestsdóttir, varaformaður Þóra Pétursdóttir.
Féhirðir: Lísabet Guðmundsdóttir, varaféhirðir Þór Hjaltalín.
Skrifari: Margrét Valmundsdóttir, varaskrifari Guðmundur Ólafsson.
Að loknum aðal fundar störfum f lutti Guðný Zoëga, fornleifa fræð ingur
og manna beinafræð ingur frá Byggðasafni Skag firðinga/ Oslóarháskóla,
erindi sem nefndist: Gluggað í garða – Rannsókn skagfirskra miðalda-
kirkjugarða.
Að erindi loknu þökkuðu fundarmenn fyrir með lófataki og svaraði
Guðný fyrirspurnum. Til máls tóku: Hjörleifur Guttormsson, Magnús
Pétursson, Þór Magnússon, Þórir Stephensen, Stefán Ólafsson, Einar
Jónsson, Hildur Gestsdóttir og Guðmundur Ólafsson.
Fleira gerðist ekki og var fundi slitið 17:34.
Guðmundur Ólafsson
skrifari