Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 5
á íslenskum vinnumarkaði og við stolt af því að hafa átt þátt í
svo stóru sameiginlegu verkefni. útfærsla þess verður eins fyrir
þá hópa sem að því koma. Við teljum þessa kerfisbreytingu
vera hjúkrunarfræðingum í vaktavinnu til hagsbóta og mikil-
vægt skref tekið í aðgreiningu vinnu og einkalífs.
hjúkrunarfræðingar geta ekki beðið öllu lengur og við -
semj endum okkar það alveg ljóst. Við héldum góðan baráttu -
fund með yfirskriftinni Kjarasamninga strax, hingað og ekki
lengra! 30. janúar síðastliðinn í háskólabíói ásamt BhM og
BSrB þar sem yfirvöld fengu skýr skilaboð.
Enn standa veigamiklir þættir úti í viðræðunum við Snr,
líkt og launaliðurinn, og heldur samninganefnd fíh áfram með
eiginlegar samningaviðræður um þá þætti sem eftir eru og
byggja á kröfugerð félagsins. nú er haldið áfram með þær við -
ræður af fullum þunga og kapp lagt á að ljúka samninga -
viðræðum sem fyrst til hagsbóta fyrir stéttina. Við spyrjum svo
að leikslokum.
Eins og fram kemur í einni grein þessa tímarits hefur
alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WhO) helgað hjúkrunarfræð-
ingum og ljósmæðrum árið 2020.
Okkar samstaða skiptir öllu máli
WhO vill vekja athygli á mikilvægi þessara stétta innan heil-
brigðisþjónustunnar enda telja þær um helming heildarfjölda
heilbrigðisstarfsmanna í heiminum. félag íslenskra hjúkrunar-
fræðinga og Ljósmæðrafélag Íslands hófu af þessu tilefni sam-
starf í haust vegna ársins og vilja vekja saman athygli á árinu
2020. fjölbreyttir viðburðir verða á árinu 2020 ásamt því að
ýmislegt verður gert til að vekja athygli á störfum beggja stétta.
Þegar hefur verið haldinn einn viðburður þegar hjúkrunar-
fræðingar og ljósmæður komu saman í hallgrímskirkju 15.
janúar síðastliðinn og ýttu árinu formlega úr vör.
Þó nú sé nýafstaðið 100 ára afmælisár félagsins er ljóst að
miðað við þátttöku hjúkrunarfræðinga í þeim viðburðum sem
haldnir voru vegna þess, verða viðburðir á vegum félagsins
ekki síður vel sóttir af félagsmönnum. Það er greinilegt að
félagsmenn vilja koma saman, gleðjast og ræða málin. Slíkir
viðburðir efla líka stéttina og andann því það eru við hjúkr-
unarfræðingarnir sjálfir sem erum fyrirmyndin og gefum al-
menningi sýn á fyrir hvað við stöndum. Okkar samstaða skiptir
öllu máli.
Stöndum því áfram saman, sem aldrei fyrr og munum eftir
því að íslenskt heilbrigðiskerfi fer ekki langt án okkar!
samvera einkennandi fyrir afmælisárið
tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 5
Frá baráttufundinum „Kjarasamninga strax, hingað og ekki lengra!“
sem haldin var 30. janúar síðastliðinn í Háskólabíói.