Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 17

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 17
upp í hugann. nei, sko, í því magni sem löngu er hægt að telja eðlilegt. gúmmítúttur og strigaskór er aldrei góð hugmynd þegar ganga skal í flughálli brekku og mikið væri nú gott ef glerflöskur yrðu bannaðar í dalinn. Svona í slysavarnarskyni. Sem betur fer gengur vinnan í skýlinu langoftast vel fyrir sig. Þrír hjúkrunarfræðingar eru þar að störfum ásamt lækni og sjúkraflutningamönnum. Ómurinn úr brekkunni heyrist upp í skýli, útsýni yfir flugeldasýningu og brennu hið besta og það er aukabónus við vinnuna. Taugaskoðun á ölvuðu fólki sem lent hefur í ryskingum getur verið flókin og það gerir hins vegar vinnuna í skýlinu erfiða. Áfram keyri ég reykjanesbrautina og kem að kafla þar sem banaslys varð fyrir ekki svo löngu síðan þegar bíl var ekið framan á snjóruðningstæki. kannski ætti ég að ræða um hvernig sé að koma að alvarlegu bílslysi á reykjanesbraut, hugsa ég. Ég sé laskaðan bíl úti í móa eða þveran á brautinni. Ég hægi á bílnum, stoppa úti í kanti og hugsa í smá stund hvað ég geti gert til að hjálpa. Stress og adrenalín blossar upp, ég fer að efast hvort ég geti eitthvað gert því þetta er ekki mitt rétta umhverfi. Ég hef ekki þá vaktara sem ég er vön á að nota, eins og púlsmæli, blóðþrýstings- og mettunarmæli og enga íhluti er ég með. En ég er með hendur, augu og eyru sem geta verið hinir bestu vaktarar. Mér verður síðan hugsað til fyrirmynd- anna í starfinu, eins og þegar jón garðar kenndi mér að hjartað er dælustöð en ekki sjónvarpsstöð og maður ætti að horfa og koma við sjúklinginn fremur en að líma augun á „mónitorskjá- inn“. Ég geri það og finn að radial-púlsinn er daufur og þá blóðþrýstingur sennilega lægri en 90 í systólu. Þá fer púlsinn hjá mér að hraða á sér og hljómar þá frasi sem Ásgeir Valur sagði eitt sinn við mig: „Betra er lágur þrýstingur en enginn!“ og ég róast. Svo poppa upp lífeðlisfræðigullkornin frá rut minni Þorsteins og ég hugsa til Viðars Magnúss og það rifjast upp fyrir mér að hægt er að deila þyngd sjúklings með fjórum og þá er ég komin með ketamínskammt sem þarf til að verkja- stilla. Þessi er 80 kg svo hann má þá fá max 20 mg af ketamíni. Muna svo eftir að gefa um 1 mg af dormicum til að forða viðkomandi frá því að sjá bleika fíla af ketamíninu. Þessi lyf finnast í töskum sjúkrabíla þegar þeir mæta á staðinn. Þegar ég lendi í því síðan ári seinna að koma að öðru slysi mun al- varlegra en því fyrra þar sem tveir farþegar eru fastir í bílnum, annar látinn, og eina sem ég get gert er að hughreysta hinn og halda á honum hita. Þá veltir ég fyrir mér að koma mér hrein- lega upp betri búnað í bílnum hjá mér, en áttar mig á því að ekki geti ég verið rúntandi á ,,mini“ útgáfu af sjúkrabíl og ákveð að sjúkrapúði frá rauða krossinum, ullarteppi og „pocket“ þankastrik tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 17 „Gleymi heldur aldrei tilfinningunni þegar á bráðamóttökuna í Fossvogi var komið. Barnið var enn á lífi. Ég man í sjúkrabílnum á braut- inni á leiðinni heim hugsaði ég hversu magnað það er að hafa upplifað það þegar þetta kerfi virkar. Hver einasti hlekkur í keðjunni virkar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.