Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 53
refsi meðferð en langtímaárangur er lítill. Þar sem neikvæð
hegðun minnkar hratt í fyrstu eftir refsingu er fólk gjarnt á að
nota slíkar aðferðir þrátt fyrir að vita að þær geti vakið upp
neikvæð við brögð og haft aukaverkanir (gleitman, 1995).
Þvingandi meðferð er réttlætt á þeim grunni að hún dragi
úr spennu og áreiti, skapi umhverfi sem er vænlegt til að takast
á við óróleika og óæskilega hegðun sjúklinga og hafi því
meðferðarlegt gildi (hem, Molewijk og Pedersen, 2014; Larsen
og Terkelsen, 2014; Perkins, Prosser, riley og Whittington,
2012). Slík úrræði eru réttlætt þrátt fyrir að rannsóknir hafi
sýnt að þvingandi meðferð geti haft neikvæðar afleiðingar á
líðan sjúklinga og starfsfólks (happell og koehn, 2010; hol-
mes, kennedy og Perron, 2004). Sjúklingar upplifa þvingandi
meðferð gjarnan sem refsingu sem hafi ekkert meðferðarlegt
gildi og valdi þeim vanmætti og vonleysi (Stewart, Bowers,
Simpson, ryan og Tziggili, 2009; Van Der Merwe, Muir-Coc-
hrane, jones, Tziggili og Bowers, 2013). neikvæðum áhrifum
þvingandi meðferðar á starfsfólk hefur einnig verið lýst, svo
sem sektarkennd, eftirsjá, gremju, kvíða og starfsleiða (Chuang
og huang, 2007; happell og koehn, 2010; holmes o.fl., 2004).
Ofbeldisatvik og þvingandi meðferð geta skapað hættu á
slysum hjá sjúklingum og starfsfólki (Stewart o.fl., 2009), haft
neikvæð áhrif á meðferðarsamband og traust (Bowers o.fl.,
2014; holmes o.fl., 2004; katsakou o.fl., 2010) og geta jafnvel
valdið dauðsföllum hjá sjúklingum (Berzlanovich, Schopfer og
keil, 2012). Með þvingun er hætta á að valdabarátta skapist
milli starfsfólks og sjúklinga og verði að nokkurs konar víta-
hring þar sem þvinganir leiði til frekari þvingana (Larsen og
Terkelsen, 2014; van Doeselaar, Sleegers og hutschemaekers,
2008).
Gagnsemi þvingandi meðferðar
umdeilt er hvort þvingandi meðferð skilar árangri, slík úrræði
eru jafnvel talin skaðleg eða í besta falli gagnslaus (Bowers o.fl.,
2012; renwick o.fl. (2016). Líklegasta skýringin á því að starfs-
fólk réttlæti notkun þvingandi meðferðar er sú að eftir því sem
bein þátttaka starfsfólks í framkvæmd þvingandi meðferða er
meiri því auðveldara verði að beita sjúklinga þvingun (van
Doeselaar o.fl., 2008). framkvæmdin sjálf kemst upp í vana og
fólk verður ónæmt fyrir neikvæðum áhrifum þvingana á sjúk-
linga. Siðir og venjur á deildum geta haft blindandi áhrif og
dregið úr gagnrýnni og sjálfstæðri hugsun starfsfólks. Þvingun
verður þá hluti af starfsvenjum deilda (van Doeselaar o.fl.,
2008). Eitt frægasta dæmi um þetta er rannsókn haney, Banks
og Zimbardo (1973) þar sem könnuð var hegðun sjálfboðaliða
sem valdir voru af handahófi úr hópi háskólanema og þeir
fengnir til að látast vera fangar eða fangaverðir í fangelsi. rann-
sóknin átti að standa í tvær vikur en henni var hætt eftir sex
daga því hegðun þeirra sjálfboðaliða sem léku fangaverði varð
skaðleg þeim sem léku fangana. rannsóknin fjallar einmitt um
það hvernig þvinganir geta haft áhrif á einstaklinga og blindað
siðferðisvitund þeirra. auk siða og venja deilda virðist mann-
legt eðli starfsfólks skipta máli þegar kemur að þvingandi
meðferð á geðdeildum. Vinnustaðarandi sem einkennist af því
að þarfir starfsfólks eru settar ofar þörfum sjúklinganna, lélegri
stjórnun og skorti á teymisvinnu ýti undir að þvinganir séu
réttlættar og geti því leitt til þess að þvingandi meðferð sé of-
notuð (Paterson, Mcintosh, Wilkinson, McComish og Smith,
2013). nýleg rannsókn, sem gerð var á lokuðum örygg-
isgeðdeildum á þremur sjúkrahúsum í Bretlandi þar sem fylgst
var með störfum 68 geðhjúkrunarfræðinga, sýndi að tilfinn-
ingaleg viðbrögð hjúkrunarfræðinga við ofbeldi höfðu áhrif á
notkun þvingandi meðferðar. niðurstöður rannsóknarinnar
sýndu að hjúkrunarfræðingar sem fundu til reiði gagnvart
sjúklingum í kjölfar munnlegs ofbeldis eða lítilsvirðandi fram-
komu í sinn garð voru líklegri til að samþykkja notkun
þvingandi meðferðar, eins og fjötra og einangrunar, en þeir
sem ekki fundu til reiði gagnvart sjúklingunum (jalil, huber,
Sixsmith og Dickens, 2017). Því má segja að þvingandi
meðferðarúrræði séu gagnslítil og standi höllum fæti gagnvart
siðfræðilegum gildum og siðalögmálum. nauðsynlegt að fylgja
ströngum reglum varðandi notkun þvingandi meðferðar og
mikilvægt er að hafa hugfast að tilgangur hennar er fyrst og
fremst sá að tryggja öryggi sjúklinga og starfsfólks (niCE,
2015).
Siðfræði þvingandi meðferðar
kenningar siðfræðinga og heimspekinga eru mikilvægar
varðandi gildi þvingandi meðferðar. Vilhjálmur Árnason
(1991) segir: „Markmið lækna og hjúkrunarfræðinga er að
stuðla að heilbrigði sjúklinga sinna og draga úr þjáningum
þeirra.“ (bls. 35). Þvingandi meðferð veldur sjúklingum og
starfsfólki þjáningum og það bendir til þess að þvinganir stríði
gegn betri vitund og séu í mótsögn við siðferðileg gildi og ríkj-
andi siðareglur. Þá vakna spurningar á borð við hvort nægjan-
legt sé að treysta á siðferðisvitund hvers og eins þegar kemur
að umönnun sjúklinga með alvarlega geðsjúkdóma og hvort
þjáning sé órjúfanlegur þáttur meðferðar þeirra. auk þess
kveða siðareglur félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á um að:
„hjúkrunarfræðingur hefur samráð við skjólstæðing og virðir
rétt hans til að taka ákvarðanir um eigin meðferð“ (Siðaráð,
2015). hér er aftur dæmi um augljósa mótsögn sem rennir
stoðum undir þau átök sem eiga sér stað í tengslum við þving -
andi meðferð. Sjúklingar sem eru beittir þvingunum eru ekki
samþykkir meðferð sinni. Þó má telja óhætt að fullyrða að ein-
staklingur yrði eflaust ósáttur við meðferðarleysi eða afskipta-
leysi heilbrigðisstarfsfólks ef heilsa hans ógnaði öryggi hans
hjúkrun á geðdeildum
tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 53
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að hjúkr-
unarfræðingar sem fundu til reiði gagnvart
sjúklingum í kjölfar munnlegs ofbeldis eða lít-
ilsvirðandi framkomu í sinn garð voru líklegri
til að samþykkja notkun þvingandi meðferðar,
eins og fjötra og einangrunar, en þeir sem ekki
fundu til reiði gagnvart sjúklingunum.