Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 76

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 76
Útdráttur Tilgangur: góð sjálfsumönnun getur dregið úr lífsstílstengdum áhættuþáttum og hægt á framgangi kransæðasjúkdóms. Tilgangur rann sóknarinnar var að kanna stöðu áhættuþátta meðal einstaklinga með kransæðasjúkdóm, sjálfsumönnun þeirra og trú á eigin getu. Aðferð: Þversniðsrannsókn þar sem þátttakendur voru einstaklingar sem lögðust inn á Landspítala eða Sjúkrahúsið á akureyri vegna kransæðasjúkdóms. gögnum um áhættuþætti, sjúkdómstengda þekkingu og bakgrunn var safnað við útskrift, með spurningalistum, mælingum og úr sjúkraskrá. Sjálfsumönnun var metin með „Self- Care of Coronary heart Disease inventory“ (SC-ChDi) mælitækinu sem metur viðhald heilbrigðis, stjórnun sjálfsumönnunar og trú á eigin getu til sjálfsumönnunar (stig 0–100 fyrir hvern þátt, fleiri stig gefa til kynna betri sjálfsumönnun). Við gagnaúrvinnslu var notuð lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði. Niðurstöður: Þátttakendur í rannsókninni voru 445 (80% karlar), meðalaldur var 64,1 ár (sf 9,1). Tæplega helmingur hafði áður legið á sjúkrahúsi vegna kransæðasjúkdóms (45%) og 47% komu brátt á sjúkrahús. Tæplega helmingur þátttakenda var í ofþyngd, 42% með offitu, 20% með sykursýki og 18% reyktu. Einkenni kvíða höfðu 23% og einkenni þunglyndis 18% þátttakenda. Viðhald heilbrigðis mæld- ist að meðaltali 61,6 (sf 15,4), stjórnun sjálfsumönnunar 53,5 (sf 18,5) og trú á eigin getu 52,3 (sf 22,9). Viðhald heilbrigðis mældist betra hjá konum, þeim sem bjuggu með öðrum, þeim sem höfðu áður lagst inn á sjúkrahús vegna kransæðasjúkdóms og þeim sem höfðu betri sjúkdómstengda þekkingu (r2 = 0,149, p < 0,01). Stjórnun sjálfs - umönnunar mældist betri hjá þeim sem höfðu áður lagst inn á sjúkra hús vegna kransæðasjúkdóms (r2 = 0,018, p < 0,01). Trú á eigin getu var meiri hjá þeim sem voru yngri, með minni einkenni þung- lyndis og meiri sjúkdómstengda þekkingu (r2 = 0,086, p < 0,01). Ályktanir: Sjálfsumönnun kransæðasjúklinga er ábótavant og staða áhættuþátta alvarleg. Einstaklingshæfður stuðningur og fræðsla eftir útskrift gætu eflt sjálfsumönnun og trú á eigin getu og þannig stuðlað að betri stöðu áhættuþátta. Lykilorð: Áhættuþættir, kransæðasjúkdómur, sjálfsumönnun, sjúk- lingafræðsla, trú á eigin getu. Inngangur hjarta- og æðasjúkdómar eru algengastir langvinnra sjúkdóma (World health Organization, 2017) en af þeim er krans - æðasjúkdómur algengastur (Wilkins o.fl., 2017). krans æða - sjúkdómur er að mestu afleiðing af lífsstílstengdum áhættu - þáttum, svo sem reykingum, hreyfingarleysi, óhollu matar æði, offitu og sálfélagslegum þáttum eins og kvíða og þunglyndi (karl andersen o.fl., 2017; Schnohr o.fl., 2015). Þessir áhættu - þættir auka meðal annars hættu á blóðfitutruflunum, háum blóðþrýstingi og sykursýki af tegund 2 og geta leitt til æða - kölkunar (Piepoli o.fl., 2016). æðakölkun leiðir til þrenginga í kransæðum hjartans og getur valdið kransæðastíflu, skemmd um á hjartavöðvanum og þannig skaðað heilsu fólks varanlega (Mendis o.fl., 2011). Sjúkdómurinn þróast á löng - um tíma en heilsusamlegur lífsstíll getur hægt á þróun hans, minnkað hættu á frekari kransæðaáföllum og dauða (Chow o.fl., 2010) og þannig bætt lífsgæði og lífshorfur (Piepoli o.fl., 2016). Síðustu áratugi hefur dregið verulega úr nýgengi og dánar - tíðni kransæðasjúkdóms í Evrópu (Wilkins o.fl., 2017), þar með talið á Íslandi (karl andersen o.fl., 2017) en samt sem áður er sjúkdómurinn enn algengasta dánarorsök fólks í Evrópu (Wilkins o.fl., 2017). Þessi breyting er að mestu leyti rakin til bættra lifnaðarhátta almennings og áhrifum þeirra á áhættu þætti sjúkdómsins en allt að 70% af fækkun dauðs falla er talið að megi rekja til minnkandi reykinga svo og lægri blóðþrýst ings og minna kólesteróls í blóði (aspelund o.fl., 2010). hins vegar bendir margt til þess að vaxandi tíðni offitu og sykursýki af tegund 2 muni leiða til þess að nýgengi krans - æðasjúkdóms vaxi á ný (Thorolfsdottir o.fl., 2014). 76 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 Margrét hrönn Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðideild háskólans á akureyri. kristín guðný Sæmundsdóttir, heilbrigðisvísindasviði háskólans á akureyri og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Brynja ingadóttir, hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands og Landspítala. Áhættuþættir og sjálfsumönnun einstaklinga með kransæðasjúkdóm: þversniðsrannsókn Nýjungar: rannsóknin veitir nýja þekkingu um sjálfsumönn - un íslenskra kransæðasjúklinga og áhættuþætti er tengjast sjúkdómnum. Hagnýting: Sjálfsumönnun hópsins er ekki eins og best er á kosið og staða áhættuþátta er alvarleg. Þekking: Einstaklingshæfð fræðsla og stuðningur hjúkrunar- fræðinga gæti eflt sjálfsumönnun og trú á eigin getu og þannig stuðlað að betri stöðu áhættuþátta. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Mikilvægt er að hjúkrunar- fræðingar innleiði hugtakið sjálfsumönnun í störf sín á mark vissan og gagnreyndan hátt. Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.