Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Side 76
Útdráttur
Tilgangur: góð sjálfsumönnun getur dregið úr lífsstílstengdum
áhættuþáttum og hægt á framgangi kransæðasjúkdóms. Tilgangur
rann sóknarinnar var að kanna stöðu áhættuþátta meðal einstaklinga
með kransæðasjúkdóm, sjálfsumönnun þeirra og trú á eigin getu.
Aðferð: Þversniðsrannsókn þar sem þátttakendur voru einstaklingar
sem lögðust inn á Landspítala eða Sjúkrahúsið á akureyri vegna
kransæðasjúkdóms. gögnum um áhættuþætti, sjúkdómstengda
þekkingu og bakgrunn var safnað við útskrift, með spurningalistum,
mælingum og úr sjúkraskrá. Sjálfsumönnun var metin með „Self-
Care of Coronary heart Disease inventory“ (SC-ChDi) mælitækinu
sem metur viðhald heilbrigðis, stjórnun sjálfsumönnunar og trú á
eigin getu til sjálfsumönnunar (stig 0–100 fyrir hvern þátt, fleiri stig
gefa til kynna betri sjálfsumönnun). Við gagnaúrvinnslu var notuð
lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði.
Niðurstöður: Þátttakendur í rannsókninni voru 445 (80% karlar),
meðalaldur var 64,1 ár (sf 9,1). Tæplega helmingur hafði áður legið
á sjúkrahúsi vegna kransæðasjúkdóms (45%) og 47% komu brátt á
sjúkrahús. Tæplega helmingur þátttakenda var í ofþyngd, 42% með
offitu, 20% með sykursýki og 18% reyktu. Einkenni kvíða höfðu 23%
og einkenni þunglyndis 18% þátttakenda. Viðhald heilbrigðis mæld-
ist að meðaltali 61,6 (sf 15,4), stjórnun sjálfsumönnunar 53,5 (sf 18,5)
og trú á eigin getu 52,3 (sf 22,9). Viðhald heilbrigðis mældist betra
hjá konum, þeim sem bjuggu með öðrum, þeim sem höfðu áður lagst
inn á sjúkrahús vegna kransæðasjúkdóms og þeim sem höfðu betri
sjúkdómstengda þekkingu (r2 = 0,149, p < 0,01). Stjórnun sjálfs -
umönnunar mældist betri hjá þeim sem höfðu áður lagst inn á
sjúkra hús vegna kransæðasjúkdóms (r2 = 0,018, p < 0,01). Trú á eigin
getu var meiri hjá þeim sem voru yngri, með minni einkenni þung-
lyndis og meiri sjúkdómstengda þekkingu (r2 = 0,086, p < 0,01).
Ályktanir: Sjálfsumönnun kransæðasjúklinga er ábótavant og staða
áhættuþátta alvarleg. Einstaklingshæfður stuðningur og fræðsla eftir
útskrift gætu eflt sjálfsumönnun og trú á eigin getu og þannig stuðlað
að betri stöðu áhættuþátta.
Lykilorð: Áhættuþættir, kransæðasjúkdómur, sjálfsumönnun, sjúk-
lingafræðsla, trú á eigin getu.
Inngangur
hjarta- og æðasjúkdómar eru algengastir langvinnra sjúkdóma
(World health Organization, 2017) en af þeim er krans -
æðasjúkdómur algengastur (Wilkins o.fl., 2017). krans æða -
sjúkdómur er að mestu afleiðing af lífsstílstengdum áhættu -
þáttum, svo sem reykingum, hreyfingarleysi, óhollu matar æði,
offitu og sálfélagslegum þáttum eins og kvíða og þunglyndi
(karl andersen o.fl., 2017; Schnohr o.fl., 2015). Þessir áhættu -
þættir auka meðal annars hættu á blóðfitutruflunum, háum
blóðþrýstingi og sykursýki af tegund 2 og geta leitt til æða -
kölkunar (Piepoli o.fl., 2016). æðakölkun leiðir til þrenginga
í kransæðum hjartans og getur valdið kransæðastíflu,
skemmd um á hjartavöðvanum og þannig skaðað heilsu fólks
varanlega (Mendis o.fl., 2011). Sjúkdómurinn þróast á löng -
um tíma en heilsusamlegur lífsstíll getur hægt á þróun hans,
minnkað hættu á frekari kransæðaáföllum og dauða (Chow
o.fl., 2010) og þannig bætt lífsgæði og lífshorfur (Piepoli o.fl.,
2016).
Síðustu áratugi hefur dregið verulega úr nýgengi og dánar -
tíðni kransæðasjúkdóms í Evrópu (Wilkins o.fl., 2017), þar
með talið á Íslandi (karl andersen o.fl., 2017) en samt sem
áður er sjúkdómurinn enn algengasta dánarorsök fólks í
Evrópu (Wilkins o.fl., 2017). Þessi breyting er að mestu leyti
rakin til bættra lifnaðarhátta almennings og áhrifum þeirra á
áhættu þætti sjúkdómsins en allt að 70% af fækkun dauðs falla
er talið að megi rekja til minnkandi reykinga svo og lægri
blóðþrýst ings og minna kólesteróls í blóði (aspelund o.fl.,
2010). hins vegar bendir margt til þess að vaxandi tíðni offitu
og sykursýki af tegund 2 muni leiða til þess að nýgengi krans -
æðasjúkdóms vaxi á ný (Thorolfsdottir o.fl., 2014).
76 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020
Margrét hrönn Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðideild háskólans á akureyri.
kristín guðný Sæmundsdóttir, heilbrigðisvísindasviði háskólans á akureyri
og heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Brynja ingadóttir, hjúkrunarfræðideild háskóla Íslands og Landspítala.
Áhættuþættir og sjálfsumönnun einstaklinga með
kransæðasjúkdóm: þversniðsrannsókn
Nýjungar: rannsóknin veitir nýja þekkingu um sjálfsumönn -
un íslenskra kransæðasjúklinga og áhættuþætti er tengjast
sjúkdómnum.
Hagnýting: Sjálfsumönnun hópsins er ekki eins og best er á
kosið og staða áhættuþátta er alvarleg.
Þekking: Einstaklingshæfð fræðsla og stuðningur hjúkrunar-
fræðinga gæti eflt sjálfsumönnun og trú á eigin getu og þannig
stuðlað að betri stöðu áhættuþátta.
Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Mikilvægt er að hjúkrunar-
fræðingar innleiði hugtakið sjálfsumönnun í störf sín á
mark vissan og gagnreyndan hátt.
Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?