Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 59
Inngangur
krabbameinssjúklingar eru oft í meiri hættu en aðrir á að fá
alvarlegar sýkingar, ástæðan er ónæmisbæling af völdum
krabbameinsmeðferðarinnar. hiti hjá þessum sjúklingahópi
getur verið eina vísbendingin um sýkingu og ætti að flokka
sem bráðatilvik. Í gæðahandbók Landspítalans voru nýlega
gefnar út leiðbeiningar um meðferð, eftirlit og umgengni við
krabbameinssjúklinga með daufkyrningafæð, þar á meðal
vinnulýsing um viðbrögð við hita hjá þessum sjúklingahópi.
Markmið þessarar greinar er að kynna fyrir hjúkrunarfræð-
ingum þessar leiðbeiningar í þeim tilgangi að samhæfa störf,
bæta meðferð og öryggi sjúklinga. Leiðbeiningarnar eru ætlað -
ar öllum hjúkrunarfræðingum sem annast krabbameinssjúk -
linga, hvort heldur á sjúkrahúsi eða öðrum heilbrigðisstofn -
unum.
Ónæmisbæling og hiti
Þegar talað er um ónæmisbælingu eða mergbælingu í þessari
grein er vísað til fækkunar á hvítum blóðkornum og er þá sér-
staklega átt við einn undirflokk hvítra blóðkorna sem kallast
daufkyrningar (e. neutrophils). aðalhlutverk daufkyrninga er
að þyrpast á svæði líkamans sem verða fyrir sýkingu, bera
kennsl á hana og ráðast gegn henni (Mayadas o.fl., 2015). flest
krabbameinslyf geta haft bælandi áhrif á getu beinmergsins til
að mynda blóðkorn og þar með geta þau valdið fækkun á dauf-
kyrningum, þó mismikið eftir tegundum lyfja og skammta -
stærðum. geislameðferð getur einnig haft mergbælandi áhrif
(Lucas o.fl., 2018).
Eðlilegt er að daufkyrningar mælist á bilinu 1,9–7,0. Þegar
daufkyrningar eru komnir um og undir 0,5 er sjúklingur orð -
inn verulega ónæmisbældur og með litlar varnir gegn sýk ing -
um. Sjúklingar eru þá oft sagðir „neutropenískir“ eða með
daufkyrningafæð. Venjuleg einkenni sýkinga á borð við roða,
bólgu o.s.frv. eru oft ekki til staðar í daufkyrningafæð. hiti getur
þá stundum verið eina vísbendingin um sýkingu og því þarf að
bregðast skjótt við, þrátt fyrir að sjúklingur sé ekki bráðveik-
indalegur að sjá, til að koma í veg fyrir að alvarlegt, jafnvel lífs-
hættulegt ástand skapist.
hita hjá ónæmisbældum krabbameinsjúklingi þarf að
meðhöndla strax og ætti alltaf að flokka sem bráðatilvik þar
sem alvarlegir fylgikvillar, s.s. lágþrýstingur, bráð nýrna-, önd-
unar- eða hjartabilun, geta komið fram í allt að 25–30% tilvika
og dánartíðni getur verið allt að 11% (Carmona-Bayonas o.fl.,
2015; kuderer o.fl., 2006). Í þeim tilvikum sem sjúklingur fær
sýklasótt (e. sepsis) getur dánartíðni farið upp í 50% (Legrand
o.fl., 2012).
Mynd 1. Skilgreiningar á daufkyrningafæð og hita (nCCn, 2018)
Mat á áhættu
og hugsanlegar afleiðingar
nokkrir þættir, aðrir en krabbameinsmeðferðin sjálf, geta
aukið hættu á að sjúklingur fái hita meðan hann er ónæmis-
bældur. Þessir áhættuþættir eru: 1) aldur sjúklinga (65 ára og
eldri), 2) útbreiddur sjúkdómur, 3) fyrri saga um hita meðan
á daufkyrningafæð stóð, 4) sýklalyf ekki gefin í fyrirbyggjandi
skyni og/eða vaxtarþáttur (g-CSf), 5) slímhúðarbólga, 6) bág-
borið líkamlegt ástand (e. poor performance status), 7) sjúk-
lingar með hjarta- eða æðasjúkdóma (klastersky o.fl., 2016).
hætta á sýkingum er í beinu samhengi við fjölda hvítra blóð -
korna og lengd daufkyrningafæðar (freifeld o.fl., 2011).
tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 59
Hiti hjá ónæmisbældum krabbameinssjúklingum
— Fyrstu viðbrögð
Brynja Hauksdóttir*, Halla Grétarsdóttir*, Guðbjörg Guðmundsdóttir*
* Sérfræðingur í hjúkrun sjúklinga með krabbamein á dagdeild blóð- og
krabbameinslækninga (11B), Landspítala.
Daufkyrningafæð
(e. neutropenia) — Skilgreining
Fjöldi daufkyrninga er undir 0,5 × 109/L
eða öldi daufkyrninga er yfir 1 × 109 L og búast má við
lækkun á gildum í/eða undir 0,5 × 109 L innan 48 klst.
Hiti — Skilgreining
Hiti er 38,3°C eða hærri (stök mæling)
eða hiti er 38,3°C í 1 klukkustund
eða hiti er 38,3°C eða hærri ásamt hrolli og vanlíðan.
Daufkyrningafæð og hiti Bráðatilvik,
bregðast skjótt við
Bregðast þarf skjótt við hita hjá sjúklingi með daufkyrn -
inga fæð — sjá vinnu lýsingu á mynd 2.