Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 81

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 81
Eins og í EurOaSPirE-rannsókninni (kotseva o.fl., 2019) náði minnihluti þátttakenda þeim markmiðum sem klínískar leiðbeiningar um annars stigs forvarnir kransæðasjúkdóms kveða á um varðandi reykingar og offitu. hærra hlutfall ís- lenskra sjúklinga segist stunda reglubundna hreyfingu en í EurOaSPirE-rannsókninni, en þar sögðust 34% hreyfa sig í a.m.k. 30 mínútur daglega fimm daga vikunnar (kotseva o.fl., 2019) samanborið við 80% í þessari rannsókn. Þess ber þó að geta að í þessari rannsókn voru dagleg störf talin með í hreyf- ingunni. Óhagstæð staða áhættuþátta meðal þátttakenda rennir enn frekar stoðum undir þá ályktun að sjálfsumönnun sé ábóta - vant meðal íslenskra kransæðasjúklinga og að aðgerða sé þörf. Ekki síst var það athyglisvert að lítill munur á stöðu áhættu - þátta var á þeim sem lögðust inn í fyrsta sinn á sjúkrahús vegna kransæðasjúkdóms og þeim sem höfðu áður lagst inn af þeim sökum, en viðhald heilbrigðis og stjórnun sjálfsumönnunar þeirra síðarnefndu mældist þó marktækt betri. Með reynslunni lærir fólk að aðlaga sjálfsumönnun að sínu daglega lífi og finna leiðir til að efla hana (Dickson og riegel, 2009). hæfni til sjálfsumönnunar getur því aukist með aukinni sjúkdómsreynslu og líklegt er að þekking á þeim úrræðum sem gefast vel verði meiri með aukinni reynslu. rannsókn Wilkin son og félaga (2014) á sjálfsumönnun fólks með sykur - sýki sýndi til dæmis mikilvægi þess að læra af reynslunni og byggja þekkingu ofan á fyrri reynslu. Sjálfsumönnun einstak- linga með kransæðasjúkdóm er flókin og margþætt og þekking er einn af hornsteinum hennar (riegel o.fl., 2017). Því er mikil- vægt að styrkja sjúklinga í því að byggja ofan á þekkingu sem fyrir er. Þegar þekking er lítil og takmarkaður skilningur er á sjúk dómsástandinu er líklegt að sjálfsumönnun sé ófullnægj- andi. hins vegar útilokar lítill skilningur ekki fullnægjandi sjálfs umönnun, til dæmis getur einstaklingur fylgt ráðlagðri meðferð án þess að skilja ástæðuna fyrir henni. aðrir hafa næga þekkingu og skilning en samt sem áður er sjálfsumönn - un þeirra ófullnægjandi, t.d. geta þeir reykt eða ástunda ekki reglubundna hreyfingu þrátt fyrir að vita um mikilvægi þess fyrir eigin heilsu (riegel o.fl., 2012). rannsóknir hafa þó sýnt að þekking getur haft jákvæð áhrif á lífsstílstengda áhættuþætti kransæðasjúklinga, eins og hreyfingu, mataræði og reykingar (ghisi o.fl., 2014) og þekking tengist viðhaldsþætti sjálfs um - önnunar með beinum hætti. niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu að með aukinni sjúkdómstengdri þekkingu batnaði viðhald heilbrigðis og trú á eigin getu jókst. Með fræðslu og stuðningi heilbrigðisstarfsfólks gefst því kostur á að efla sjálfs - umönnun sjúklinga og það getur aftur leitt til jákvæðra áhrifa á lífsstíl og áhættuþætti og minnkað einkenni sjúkdómsins (housholder-huges o.fl., 2015). fræðsla er þannig lykilþáttur í meðferð krans æðasjúkdóms. Til þess að uppfylla ólíkar þarfir fólks og efla sjálfsumönnun einstaklinga með langvinna sjúk- dóma er mikilvægt að fræðsluúrræði séu fjölbreytt, fari fram á mismunandi stigum heilbrigðisþjónustunnar og með virkri þátttöku einstaklinganna sjálfra (Stenberg o.fl., 2016). Það kom nokkuð á óvart að ekki reyndust vera tengsl á milli stjórnunar sjálfsumönnunar og þekkingar. hugsanleg skýring er að stór hluti þátttakenda greindist með kransæða - sjúkdóm í þessari sjúkdómslegu og hafði því ekki reynslu af því að stjórna sjúkdómi sínum. Einnig má leita skýringa í því að stjórnunin felur í sér hegðun og þekking ein og sér nægir ekki til að fólk breyti hegðun sinni, eins og þegar hefur komið fram. jákvæð fylgni reyndist vera á milli viðhalds heilbrigðis og trúar á eigin getu annars vegar og á milli stjórnunar sjálfs - umönnunar og trúar á eigin getu hins vegar. Þetta samræmist niðurstöðum erlendra rannsókna um mikilvægi trúar á eigin getu á öllum stigum í sjálfsumönnunarferlinu en trú á eigin getu tengist aukinni hreyfingu og andlegri heilsu, meiri lífs - gæð um og betri aðlögun að langvinnum sjúkdómi (Buck o.fl., 2015). rannsóknir hafa einnig sýnt að trú á eigin getu hefur áhrif á hversu vel einstaklingum með kransæðasjúkdóm tekst að breyta og viðhalda heilbrigðum lífsstíl (Sol o.fl., 2011). Einstaklingsmiðuð umönnun (e. person-centred care) hefur reynst vel í meðferð kransæðasjúklinga eftir bráð veikindi (fors o.fl., 2017) og gefa rannsóknir tilefni til að íhuga inn- leiðingu hennar við skipulagningu meðferðar innan hjúkrunar jafnt sem annarra fagstétta. Meðferð sem er skjólstæð ings - miðuð og felur í sér fræðslu og stuðning við sjálfsum önn un, raunhæfa markmiðssetningu, sem eflir fólk og hvetur til hegð - unarbreytinga, getur aukið trú á eigin getu til sjálfs umönnunar. Slík meðferð krefst virkrar þátttöku einstaklingsins í eigin meðferðaráætlun og samstarfs hans við hjúkr unar fræðing og lækni (Ludman o.fl., 2013). Þetta er í samræmi við nýútgefna heilbrigðisstefnu fyrir íslenska heilbrigðisþjónustu til ársins 2030 þar sem áhersla er lögð á heilsueflingu og forvarnir, upplýsingagjöf, rétta þjónustu á réttum stað og virka notendur heilbrigðisþjónustunnar (heilbrigðisráðuneytið, 2019). Styrkleiki og takmarkanir rannsóknar nokkur atriði takmarka gildi rannsóknarinnar. Þar er helst að nefna að mælitækið „Sjálfsumönnun-kranS“ er nýtt og þótt próffræðilegir eiginleikar þess hafi mælst fullnægjandi hefur reynslan af notkun þess í erlendum rannsóknum enn sem komið er ekki verið birt. Enn fremur er það notað hér í fyrsta sinn á Íslandi. klínísk þýðing niðurstaðna er því ekki ljós. Á móti kemur að mælitækið er sértækt fyrir einstaklinga með kransæðasjúkdóm sem er styrkleiki og nýjung innan rann- sókna á sjálfsumönnun þessa hóps. Ekki gafst tækifæri í þess- ari rannsókn til að prófa frekar kenningu riegel og félaga (2012) um sjálfsumönnun í langvinnum sjúkdómum, með því að kanna samband fleiri þekktra áhrifaþátta sjálfsumönnunar en hér var gert. Slíka rannsókn væri áhugavert að gera í fram - tíðinni og þá væri ef til vill hægt að finna fleiri skýringar á breytileika í sjálfsumönnun en komu fram í þessari rannsókn. að lokum má nefna að hér á við sú hætta, eins og í öðrum rannsóknum þar sem beitt er sjálfsmatslista, að þátttakendur svari spurningum eins og þeir telja æskilegt frekar en sann- leikanum samkvæmt. Ályktanir kransæðasjúkdómur er algengur og alvarlegur lífsstílstengdur sjúkdómur sem hefur neikvæð áhrif á heilsu og lífsgæði. Staða lífsstílstengdra áhættuþátta og sjálfsumönnun íslenskra sjúk- ritrýnd grein scientific paper tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.