Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 8
Björk lauk prófi frá hjúkrunarskóla Íslands árið 1963 og hún lauk sérnámi í geð - hjúkrun frá nýja hjúkrunarskólanum árið 1981. hún starfaði sem hjúkrunarfræð- ingur við geðdeildir Landspítalans frá árinu 1967 til 2003, þar af um 25 ár á göngudeild fyrir áfengissjúklinga við hringbraut í reykjavík. Björk lauk Ba-prófi í mannfræði frá háskóla Íslands árið 2007 og Ma-prófi í mannfræði frá háskóla Íslands 2010. Þá er hún doktor í mannfræði frá háskóla Íslands en hún varði doktorsritgerð sína í mannfræði 19. september 2019. Ekki stillt barn Björk ólst upp í hafnarfirði en norðurbrautin, sem fjölskyldan bjó við, var nyrsta gatan og hafnarfjarðarhraunið á bak við húsið. Á sumrin léku krakkarnir sér mikið í hrauninu. „Við stelpurnar áttum flott bú og vorum duglegar við að búa til drullu- kökur og skreyta með blómum sem við fundum í hrauninu. Svo þurftum við nátt- úrlega að hjálpa skógarþröstum, sem mikið var af í hrauninu á vorin, við að gefa ungunum að éta. Ég var mikið í sundi og fór oft daglega í Sundhöll hafnarfjarðar til að synda. Samkvæmt hefð á þeim tíma sóttist ég ekki eftir félagsskap við krakka austan megin við lækinn í hafnarfirði. Ég var ekki stillt barn og reyndi oft á þolrifin í móður minni, en á móti kom að mamma þurfti ekki að hafa mikið fyrir mér því ég var alltaf að hjálpa henni með yngri systkini mín og húsverkin,“ rifjar Björk upp. Pabbi hennar var skipstjóri og yfirleitt lítið á heimilinu meðan hún var að alast upp enda segist hún hafa alist upp við mikinn kvennafans. uppeldissystir móður Bjarkar bjó í kjallaranum ásamt eiginmanni sínum, sem var sjómaður, og börnum þeirra. Móður amma Bjarkar bjó einnig á heimilinu en hún var lömuð og því rúmliggjandi öll uppeldisár Bjarkar. Það var því oft margt um manninn á heim- ilinu. Ákvað ung að verða hjúkrunarkona Björk lauk prófi frá hjúkrunarskóla Íslands árið 1963. hún segist hafa verið mjög ung þegar hún ákvað að verða hjúkrunarkona en það voru nokkrir þættir sem réðu því. „já, það fyrsta var það að hafa móðurömmu mína á heimilinu. hún hafði ung orðið ekkja og þurfti að vinna fyrir sér og börnunum sínum, að mestu með sauma- skap. Ég held að ég hafi strax uppgötvað hvað það var nauðsynlegt að mennta sig til að geta séð fyrir sér og sínum. fröken Elísabet Erlendsdóttir, bæjar- og skólahjúkr- unarkona í hafnarfirði, kom á hjólinu sínu til að baða ömmu og búa um hana í gegnum árin. hún hafði mikil áhrif á mig með fallegri framkomu sinni og einnig að 8 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 Lauk doktorsprófi í mannfræði 78 ára gömul — Starfaði á geðdeildum Landspítalans í 36 ár Björk Guðjónsdóttir er hörkunagli sem lætur aldurinn ekki stöðva sig en hún lauk í haust, 78 ára gömul, doktorsprófi í mannfræði frá Háskóla Íslands. Hún er fædd í Reykjavík árið 1941. Hinn 25. ágúst 1941 fæddist á Landspítalanum í Reykjavík frumburður hjónanna Bjargar Sigþrúðar Sigurðardóttur og Guðjóns Sigurðssonar Illugasonar. Var stúlkubarnið skírt Björk. Hún er elst 7 systkina, alin upp í norðurbænum í Hafnarfirði. Björk er tvígift, fyrri maðurinn hét Skúli Ólafsson og með honum átti hún tvö börn, Björgu og Ólaf. Seinni maðurinn hennar heitir Jón Hallur Jóhannsson. Björk og Jón búa í fallegu húsi í vesturbæ Reykjavíkur þar sem þau una sér mjög vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.