Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 71
hlutfall hjúkrunarfræðinga eldri en 40 ára á skurðlækninga -
sviði var 66% á móti 48,6% á lyflækningasviði. Marktækur
munur kom fram á starfsaldri (p = 0,037), fleiri þátttakendur
með minni starfsaldur störfuðu á lyflækningasviði. Á lyflækn-
ingasviði álitu 42% þátttakenda mönnunina vera í góðu lagi eða
viðunandi, en hlutfallslega fleiri (76%) á skurðlækninga sviði
töldu svo vera. fimmtíu og átta prósent af lyflækninga sviði
svöruðu því til að mönnunin væri óviðunandi eða alger lega
óviðunandi en 24% hjúkrunarfræðinganna á skurð lækninga -
sviði höfðu þá skoðun.
Áhrif bakgrunnsbreyta á streitu
hjúkrunarfræðinga
Í töflu 2 eru svör við fyrstu spurningunni sem lagt var upp
með og sýnir taflan hlutfallslega skiptingu streitueinkenna út
frá viðurkenndum viðmiðum PSS-spurningalistans og bak-
grunni þátttakenda. Marktækt hærra hlutfall þátttakenda
undir 40 ára var yfir viðmiðunarmörkum á PSS (p = 0,001)
heldur en 40 ára og eldri. Enn fremur mældist streita yfir
viðmiðunarmörkum PSS hjá hærra hlutfalli í hópnum sem
hafði starfað 10 ár eða skemur en þeim sem höfðu meira en
10 ára starfsreynslu (p = 0,004). Marktækur munur kom fram
á hópum með tilliti til streitu og menntunar, þeir sem lokið
höfðu hjúkrunarprófi voru marktækt fleiri undir viðmiðum
um streitu en þeir sem voru með BS-gráðu eða framhalds-
menntun (p = 0,030) (tafla 2).
Hlutfall hjúkrunarfræðinga sem bar merki
um kulnun
Í töflu 3 er að finna svör við rannsóknarspurningu tvö. fram
kom um persónutengda og starfstengda kulnun að flestir eru
í flokki B (nokkur atriði sem einstaklingurinn ætti að vera
meðvitaður um), persónutengd 42,3% (n = 69) og starfstengd
47% (n = 77). kulnun tengd skjólstæðingum sýndi að flestir
eru í flokki a (engin merki um kulnun), og enginn þátttakenda
er þar í flokki D (örmagna og útbrunninn, ætti að leita sér taf-
arlaust hjálpar) (tafla 3).
Aldur og kulnun
Í töflu 4 eru svör við spurningu þrjú um hvort aldur hafi áhrif á
þá þrjá þætti kulnunar sem unnið var með. fram kom mark-
tækur munur á kulnunareinkennum hjá aldurshópunum undir
40 ára og 40 ára og eldri, þeir sem tilheyrðu yngri aldurshópnum
sýndu alvarlegri einkenni í öllum þáttum kulnunar: persónu-
tengdri kulnun (p = 0,011), starfstengdri kulnun (p = 0,018) og
kulnun tengdri skjólstæðingum (p = 0,017) (tafla 4).
Fylgni á milli aldurs, starfsaldurs, menntunar og
mats á mönnun og streitu, kulnunar og bjargráða
Tafla 5 gefur svör við spurningu fjögur um hugsanlega fylgni
á milli breyta. neikvæð fylgni kom fram á milli streitu (PSS)
og aldurs (rs = –0,275) og starfsaldurs (rs = –0,292). neikvæð
ritrýnd grein scientific paper
tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 71
Tafla 2. Perceived Stress Scale (PSS): hutfallsleg skipting streitueinkenna út frá viðmiðum PSS-spurningalistans og bakgrunni
þátttakenda
undir viðmiðum Yfir viðmiðum p-gildia
Skipting eftir viðmiðum n (%) 83 (52,2) 76 (47,8)
aldur
undir 40 ára 37,80 62,20 0,001**
40 ára eða eldri 64,70 35,30
fjölskylduhagir
gift(ur)/sambúð 50,00 50,00 0,424
Einhleyp/ur 58,10 41,90
Starfsaldur
10 ár eða minna 39,70 60,30 0,004**
Meira en 10 ár 62,80 37,20
Vinnustaður
Lyflækningasvið 47,20 52,80 0,067
Skurðlækningasvið 62,70 37,30
Menntun
hjúkrunarpróf 75,00 25,00 0,030*
BS-gráða í hjúkrun 43,40 56,60
Diplóma-gráða í hjúkrun 61,90 38,10
MSc-gráða í hjúkrun 63,20 36,80
Mönnun
Í góðu lagi 63,30 36,70 0,130
Viðunandi 57,10 42,90
Óviðunandi/algerlega óviðunandi 43,80 56,20
akí-kvaðratpróf *Marktækt miðað við p < 0,05 **Marktækt miðað við p < 0,01