Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 80

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 80
geta lagt fyrir hins vegar (p = 0,021). Bæði viðhald heilbrigðis og stjórnun sjálfsumönnunar mældist betri hjá þeim sem áður höfðu lagst inn á sjúkrahús vegna kransæðasjúkdóms en þeim sem voru að leggjast inn í fyrsta sinn. Ekki mældist munur á sjálfs umönnun og trú á eigin getu hjá þeim sem bjuggu í dreif - býli og þéttbýli. Einföld aðhvarfsgreining leiddi í ljós að trú á eigin getu minnkaði með hækkandi aldri og auknum einkennum þung- lyndis. aðhvarfsgreining sýndi einnig að með aukinni þekk- ingu á sjúkdómnum batnaði viðhald heilbrigðis og trú á eigin getu jókst. Þetta samband hélst marktækt í fjölþáttaaðhvarfs- greiningu. Tengsl viðhalds heilbrigðis, stjórnunar sjálfsumönn- unar og trúar á eigin getu við bakgrunnsbreytur eru sýnd í töflu 1. Forspárþættir sjálfsumönnunar og trúar á eigin getu fjölbreytuaðhvarfsgreining leiddi í ljós að viðhald heilbrigðis var betra hjá konum en körlum, hjá þeim sem höfðu áður lagst inn á sjúkrahús vegna kransæðasjúkdóms og þeim sem höfðu meiri sjúkdómstengda þekkingu (r2 = 0,149, p < 0,01). Þrátt fyrir að ekki hafi verið hægt að skýra breytileika í viðhaldi heil- brigðis marktækt með fjölda heimilismanna (hvort sjúklingur byggi einn eða með öðrum) þá styrkti sú breyta líkanið og því var ákveðið að halda henni inni. Einungis einn þáttur, að hafa lagst áður inn á sjúkrahús vegna kransæðasjúkdóms, hafði fylgni við stjórnun sjálfsumönnunar (r2 = 0,018, p < 0,01). Trú á eigin getu minnkaði með hækkandi aldri, meiri einkennum þunglyndis og minni sjúkdómstengdri þekkingu (r2 = 0,086, p < 0,01). niðurstöður fjölbreytuaðhvarfsgreiningar má sjá í töflu 2. Umræða rannsókn þessi er sú fyrsta á Íslandi þar sem metnir eru áhættuþættir og sjálfsumönnun einstaklinga með kransæða - sjúk dóm og niðurstöður hennar veita mikilvægar upplýsingar fyrir hjúkrunarfræðinga og aðra heilbrigðisstarfsmenn. gildi sjálfsumönnunar í meðferð langvinnra sjúkdóma hlýtur sífellt meiri athygli og viðurkenningu (riegel o.fl., 2017) en rann- sóknir á Íslandi um efnið eru fáar, sérstaklega innan hjúkrunar hjartasjúklinga. reyndar hefur ekki, fram til þessa, verið til sértækt mælitæki sem metur sjálfsumönnun einstaklinga með kransæðasjúkdóm og aðeins fannst rannsókn höfunda mæli- tækisins sem hér er notað, um próffræðilega eiginleika þess (Dickson o.fl., 2017). Ekki fundust heldur aðrar rannsóknir þar sem könnuð voru tengsl milli þekkingar og sjálfsumönn- unar hjá sjúklingum með kransæðasjúkdóm. niðurstöður rannsóknarinnar sýna að meðalheildarstiga- fjöldi þáttanna þriggja, viðhalds heilbrigðis, stjórnun sjálfs - umönnunar og trúar á eigin getu, var á bilinu 52,3–61,6 stig. Þar sem mælitækið um sjálfsumönnun er nýlegt eru viðmið - unarmörk fyrir fullnægjandi sjálfsumönnun fyrir þennan sjúk- lingahóp ekki þekkt. hins vegar hafa rannsóknir á sjálfs um önn- un einstaklinga með hjartabilun þar sem notað er sambærilegt mælitæki („Self-Care of heart failure index“, (SChfi)) sýnt að ≥ 70 stig gefa til kynna fullnægjandi sjálfsumönnun á þátt- unum þremur (riegel o.fl., 2009). Sé miðað við rannsóknir riegel og félaga (2009) gefa niðurstöður þessarar rannsóknar því til kynna að sjálfsumönnun íslenskra krans æðasjúklinga sé ekki nægilega góð. rannsóknir á einstaklingum með hjarta- bilun hafa sýnt svipaðar niðurstöður eða meðalstigafjölda 55,2–55,6 í öllum þremur þáttum sjálfs umönnunar (ausili o.fl., 2016). margrét hrönn svavarsdóttir, kristín guðný sæmundsdóttir, brynja ingadóttir 80 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 Tafla 2. Þættir sem spá fyrir um viðhald heilbrigðis, stjórnun sjálfsumönnunar og trú á eigin getu til sjálfsumönnunar (Sjálfsumönnun-kranS) (n = 445) Forspárþættir b 95% CI R2 Líkan 1: Viðhald heilbrigðis 0,149* (fasti) 38,3* 30,9–45,7 Þekking-kranS 1,2* 0,7–1,7 Áður lagst inn á sjúkrahús vegna kransæðasjúkdóms [já] 6,6* 3,4–9,7 kyn [kona] 5,7* 1,8–9,6 Býr með öðrum [já] 3,9 –0,2–8,0 Líkan 2: Stjórnun sjálfsumönnunar 0,018* (fasti) 51,1* 48,6–53,7 Áður lagst inn á sjúkrahús vegna kransæðasjúkdóms [já] 5,1* 1,2–8,9 Líkan 3: Trú á eigin getu til sjálfsumönnunar 0,086* (fasti) 70,2* 48,5–91,9 aldur –0,4* –0,7–0,2 haDS-þunglyndisstig –1,2* –1,9––0,5 Þekking-kranS 1,0** 0,3–1,8 * p < 0,05 ** p < 0,01
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.