Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 4

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 4
nálgun Snr var að samhliða okkar samningaviðræðum hefur nefndin viljað ræða sambærilega hluti við aðra viðsemjendur og það gert allt ferlið mun þyngra í vöfum. Líkja má þessu við snjóflóðaleit þar sem allir aðilar standa í sömu línu og leita en aðilar þurfa að bíða þar til hópurinn er tilbúinn til að færa sig samtaka áfram í næstu skref. Við höfum því stundum þurft að bíða á meðan verið er að ræða við önnur stéttarfélög og bandalög um einstök atriði. Við höfum birt reglulega fréttir af gangi mála sem einhverjum kann að finna frekar óljósar en á meðan á samtalinu stendur milli fíh og Snr ríkir gagnkvæm þagnarskylda og því ekki hægt að fara út í einstök atriði viðræðnanna hverju sinni. Ég get þó fullvissað félagsmenn um að samninganefnd fíh hefur ekki slegið slöku við og haldið Snr alveg við efnið en metið stöðuna svo að betra sé að halda áfram en að slíta viðræðum. Stærsta verkefnið er stytting vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki nú þegar er búið að ná saman lausnum í ýmsum þáttum kjarasamningsins, m.a. styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki. Stærsta verkefnið fram að þessu er stytt- ing vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki en meginþorri hjúkrunarfræðinga tilheyrir þeim hópi og því mikilvægt að fá farsæla lausn. nú er þeirri grunnvinnu lokið en síðastliðinn mánuð hefur sérstakur vaktavinnuhópur samsettur af fulltrúum aSÍ, BhM, BSrB, fíh, reykjavíkurborg, ríki og sveitarfélögum unnið að breytingum á vinnutíma fyrir þúsundir vaktavinnufólks á landinu, ásamt grundvallarkerfisbreyt- ingum sem stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks. Þetta er mikil tímamótavinna 4 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Formannspistill Ekkert gefið eftir í viðræðum! Hjúkrunarfræðingar geta ekki beðið öllu lengur og viðsemjendum okkar það alveg ljóst. Við héldum góðan baráttufund með yfir- skriftinni Kjarasamninga strax, hingað og ekki lengra! 30. janúar síðastliðinn í Háskólabíói ásamt BHM og BSRB þar sem yfirvöld fengu skýr skilaboð. Fyrir ellefu mánuðum síðan hefði mig aldrei órað fyrir því að nú í febrúar 2020 stæðum við ennþá í kjaraviðræðum við ríkið. En svona er lífið og ekki hægt að sjá allt fyrir þó auðvelt sé að rýna í baksýnisspegilinn og sjá af hverju þetta hefur tekið svona langan tíma. Það er þó alveg ljóst að samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) hefur ekkert gefið eftir í viðræðunum við Samninganefnd ríkisins (SNR) og eru megináherslur krafna okkar hækkun dagvinnulauna, stytting vinnuvikunnar og bætt starfsumhverfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.