Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 65
leiðingu á líknar- og lífslokameðferð á hrafnistu veturinn
2019–2020. athugun hafði t.d. leitt í ljós að vinnubrögð á
heim ilunum voru ekki samræmd, tímabært var að endurnýja
mor fíndælur, auk þess að andlátstilfellum fjölgaði í samræmi
við hærri meðalaldur íbúa og hrumleika. heilbrigðissvið
hrafnistu stýrir innleiðingu nýs og samræmds verklags og við
þá vinnu er tekið mið af því að innan við helmingur starfsfólks
er fagmenntað. fyrsta skrefið í innleiðingarferlinu var að
kaupa nýjar morfíndælur fyrir öll heimilin og útbúa kennslu-
myndband um þær ásamt skriflegum leiðbeiningum á ís-
lensku. Samhliða er verið að útbúa nýja verkferla og aðlaga og
yfirfara MÁD og orðanotkun. Í byrjun árs 2019 var búin til
staða um boðsmanns íbúa og ættingja á hrafnistuheimilunum.
hann tekur fyrsta viðtal við nýja íbúa ásamt hjúkrunar -
fræðingi, deildarstjóra eða aðstoðardeildarstjóra. Við það tæki-
færi er minnst á meðferðarform en síðan efnt til fjöl skyldu-
fundar með lækni, hjúkrunarfræðingi og sjúkraliða eða starfs-
manni sem þekkir íbúann vel að fáeinum mánuðum liðnum
þar sem með ferðarmarkmið eru rædd nánar. Öll samskipti eru
skráð í Sögukerfið.
Á grundarheimilunum eru fjölskyldufundir haldnir innan
tveggja mánaða frá flutningi á hjúkrunarheimilið og við það
tækifæri er m.a. farið yfir meðferðarstig. frumkvæði að fund-
unum hefur hjúkrunardeildarstjóri eða læknir heimilismanns.
Þar er einnig talað um „fulla meðferð að endurlífgun heima“
sem þýðir að íbúum er veitt öll meðferð á heimilinu en þeir
ekki fluttir á sjúkrahús nema eitthvað sérstakt komi til. Stuðst
er við meðferðaráætlun fyrir deyjandi sjúklinga ásamt skrán -
ingar eyðublöðum sem útbúin voru með endurskoðuðum leið -
beiningum frá iCBCDP, alþjóð lega samstarfshópnum um
bestu umönnun dauðvona sjúklinga. Í aðdraganda andláts fá
aðstandendur afhentan bækling sem nefnist „Við lífslok —
upplýsingar fyrir aðstandendur“ þar sem markmið umönn-
unar við lífslok eru útskýrð.
Frumkvæði hjúkrunarfræðinga
mikilvægt
Þó að hjúkrunarfræðingar treysti sér til að hefja umræður um
meðferðarmarkmið og svara spurningum sjúklinga og fjöl-
skyldna þeirra um þau virðast margir þeirra vera óöruggir um
hlutverk sitt í slíkri umræðu (ana Center for Ethics and
human rights, 2012; Sawatzky, 2019; Christensen, 2019; Cara-
bez og Scott, 2016). Meðal skýringa er að þeim finnist þeir ekki
hafa virkt hlutverk í ákvörðunarferlinu, telja sig skorta þekk-
ingu á gildandi lögum um ákvarðanir um meðferðarstig og að
ekki sé gert ráð fyrir tímafrekum viðtölum af þessu tagi í vinn-
unni þeirra. auk þess er nefnd þörf fyrir meiri þekkingu á
hvernig hægt er að laga umræðuna og ákvarðanatökuna að
mismunandi menningarhópum og fjölskyldugerð. hugmyndir
fólks um líf og dauða geta verið mismunandi eftir því hvort
það býr í borg eða strjálbýli og eftir fjölskyldugerð og kynvit-
und (Carabez og Scott, 2016). Í rannsókn Carabez og Scott
(2016) á hvað helst hindraði hjúkrunarfræðinga í kaliforníu í
að styðja samkynhneigt, tvíkynja og transfólk í að fá óskir sínar
um talsmann og aðrar ákvarðanir við lífslok viðurkenndar
kom fram að á heilbrigðisstofnunum væri viss tilhneiging til
að virða blóðbönd meira en óskir sjúklinga.
Í ályktun bandarísku hjúkrunarsamtakanna american nurses
association (ana) um meðferðarstig frá 2012 eru hjúkrunar-
fræðingar hvattir til að hafa frumkvæði að umræðu um
meðferðarmarkmið við sjúklinga, aðstandendur og aðra heil-
brigðisstarfsmenn. Brýnt er fyrir þeim að vera meðvitaðir um
og virkir í gerð áætlana um meðferðarmarkmið og stefnu
varðandi umönnun við lífslok á þeim stofnunum sem þeir
vinna á. Á heilbrigðisstofnunum ættu skýrar reglur um áætl-
anir um meðferða markmið að liggja fyrir sem hjúkrunarfræð-
ingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn geta fylgt fumlaust og af
öryggi í starfi með sjúklingum. Vakin er athygli á að talsmáti
skiptir máli í samtölum um framtíðaráætlanir og það kemur
einnig fram í öðrum heimildum (helga hansdóttir og Sigríður
halldórsdóttir, 2005; Coombs, 2016). Í umræðunni er auðvelt
að misskilja ýmis fræðileg hugtök og fólk með litla lestrarfærni
virðist fá minni upplýsingar og eiga erfitt með að átta sig á
eigin sjúkdómsástandi og ástvina sinna. Sumum finnst að
ákvörðun um lífslokameðferð jafngildi leyfi til að binda enda
á líf með líknardrápi (euthanasia). Þess vegna er mikilvægt að
vanda orðaval. „að leyfa náttúrulegan dauða“ er skýrara en að
„takmarka meðferð“ sem getur skilist eins og verið sé að skerða
þjónustuna. Varað er við að nota fullyrðingar eins og „við
gerum allt“, „við gerum ekkert“ og „meðferð er hætt“ til að
skýra meðferðarstig. Enn fremur leggur ana til að hjúkrunar-
fræðingar gangi eftir því að samræður um meðferðarmarkmið
og ákvarðanir sem teknar eru um með ferðastig séu greinilega
skráðar í sjúkraskrá og skráningin endurskoðuð og uppfærð
reglulega í takt við ástand sjúklings, t.d. í dagnótu í sjúkraskrá.
meðferðarmarkmið í aðdraganda andláts
tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 65