Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 61
viðbrögð og sé með skriflegar verklagsreglur eða vinnulýsingar um viðbrögð og
meðferð við hita hjá ónæmisbældum krabbameinssjúklingum. Slík vinnulýsing var
nýlega unnin og gefin út í gæðahandbók Landspítalans. Vinnulýsingin er sýnd á
mynd 2 og lýsir hún, skref fyrir skref, þeim verkum sem framkvæma á.
Dæmisaga
hér fyrir neðan er dæmisaga af sjúklingi sem er í krabbameinsmeðferð og leitar á
sjúkrahús vegna hita. Þar er viðbrögðum við hita og daufkyrningafæð lýst samkvæmt
vinnulýsingu Landspítala til að gefa lesendum betri innsýn:
anna er kona á sjötugsaldri sem leitar á sjúkrahús vegna hita og slappleika. hún greinir
frá því að hún sé með eitilfrumukrabbamein og fyrir rúmri viku hafi hún verið í krabba-
meinslyfjameðferð. nú er hún komin með 38,4°C hita og hroll. hún óskar eftir að ein-
hver líti á sig eins og henni var leiðbeint með að gera ef hún fengi hita. konan er ekki
bráðveikindaleg að sjá, hvað skal gera?
anna var í lyfjameðferð fyrir viku og er því líklega ónæmisbæld og því er farið eftir
vinnulýsingu (mynd 2) um viðbrögð við hita. Byrjað er á að mæla lífsmörk og meta þau
hiti hjá ónæmisbældum krabbameinssjúklingum
tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020 61
Nánari skýringar
Skilgreining á daufkyrningafæð:1
Fjöldi daufkyrninga (neutrofila) er < 0,5 × 109/L
eða < 1 × 109/L og búast má við lækkun niður
fyrir ≤ 0,5 innan 48 klst.
Blóðsýni:2
Status/diff, Na, K, Krea, glúk, CRP + EDTA glas
fyrir hugsanlegt BAS-próf. Blóðsýni er tekið ef
liðnar eru meira en 16 klst. frá því að síðasta
blóðsýni var tekið.
Blóðræktun:3
Blóðræktun er tekin perifert og úr mið læg um
æðalegg (CVK, brunnur, PICC-lína, báð um leggj -
um). Sjúkling með hita og dauf kyrninga fæð
skal blóðrækta á 24–48 klst. fresti (eftir ein -
kenn um).
Sýklalyf í æð:4
Almennt mælt með einu lyfi:
• Ceftazídem (Fortum) 2g × 3 i.v.
(+/– Gentamícín 5mg/kg) eða
• Merópenem 1 g × 3 i.v.
Leiðbeiningar um blöndun sýklalya.
Hea uppvinnslu og meðferð STRAX!
Sýklalyf skulu gefin innan 1 klst. Ekki er
beðið eftir niðurstöðum rann sókna.
Fyrstu viðbrögð
• Kalla til lækni
• Mæla lífsmörk (hiti, bl.þr., púls, öndunar-
tíðni, SaO2) og bregðast við skv. NEWS
(National Early Warning Score)
Klínískt mat og rannsóknir
• Blóðrannsóknir:
• Blóðsýni2
• Blóðræktun3
• Þvagsýni (AM+RNT)
• Sjúklingur skoðaður m.t.t. hugsanlegrar
sýkingar (sár, æðaleggir o.s.frv.)
• Sýni eru tekin frá hugsanlegum sýkinga-
stöð um:
• Strok (húð/slímhúð)
• Hrákasýni
• Hægðasýni
• Röntgenmynd af lungum
Meðferð og eftirlit
• Sýklalyf i.v.4 GEFIN INNAN KLST., EKKI
BÍÐA EFTIR NIÐURSTÖÐUM RANNSÓKNA
EÐA SÝNA TÖKU!
• Reglubundið eftirlit með líðan sjúklings
og lífsmörkum og brugðist við breyt-
ingum skv. NEWS
• Vökvagjöf og eftirlit með vökvajafnvægi
• Varnareinangrun
Sjúklingur með daufkyrningafæð (neutropeníu)1
Ef hiti er < 38°C án hrolls / vanlíðanar
Ef hiti er < 38°C með hrolli / vanlíðan
eða ef hiti er 38°C í ≥ 1 klukkustund
eða ef hiti er ≥ 38,3°C (stök mæling)
• Mæla lífsmörk og bregðast við skv.
NEWS (National Early Warning Score)
• Eftirlit með líðan og einkennum sjúk-
lings
Mynd 2. Leiðbeiningar um viðbrögð
við daufkyrningafæð: vöktun og viðbrögð
við hita (gæðahandbók Landspítala)