Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 12
hjúkrunarfræðingar eru súrefnið sem berst um allt æðakerfi heilbrigðisstofnana. Ef
súrefnið er á einhvern hátt takmarkað þá veikist heilbrigðiskerfið, rétt eins og manns-
líkaminn. Súrefnisskorturinn er þó löngu fyrirséður og er því miður ekki staðbund-
inn vandi heldur alheimsvandi. Við þörfnumst nauðsynlega fleiri hjúkrunarfræðinga
víða um heim og það strax.
Ein leið til að fjölga hjúkrunarfræðingum er að laða fleiri til starfa en við verðum
líka að tryggja að þeir sem mennta sig í hjúkrunarfræðum fari ekki til annarra starfa.
Við gerum það ekki eingöngu með því að dásama starfið og þakka af öllu hjarta
þeim sem tryggja velferð okkar nánustu í það og það skiptið heldur með því að gera
starfsumhverfið og starfskjörin þannig að mannsæmandi séu. Þar hefur stjórn-
völdum á Íslandi því miður ekki tekist nógu vel upp enda hefur tilraunum hjúkr-
unarfræðinga til kjarabóta verið tekið af fálæti og undanbrögðum undanfarin
misseri. Því miður virðist lítið breytast í þeim efnum þrátt fyrir augljósan skort á
hjúkrunarfræðingum.
Við berum öll ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi er og verðum að viðurkenna vand-
ann og bregðast við. Í lok árs 2017 skilaði ríkisendurskoðun af sér skýrslu sem inni-
hélt úttekt embættisins á mönnun, menntun og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga.
Þar kom fram að fyrirsjáanlegur skortur á hjúkr unar fræðingum væri alvörumál
sem yrði að bregðast við. fimmtungur starfandi hjúkrunarfræðinga ætti rétt á töku
lífeyris á næstu þremur árum (ég minni á að þetta var fyrir tæpum þremur árum)
og að allt benti til þess að álag í heilbrigðis þjónustu myndi aukast á næstu árum,
m.a. vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar og aukinnar tíðni lífsstílstengdra sjúk-
dóma.
Þetta eru ekki ný tíðindi en því miður óttast ég að við bregð umst ekki nógu hratt
við. Við bregðumst augljóslega ekki við með því að tryggja nauðsynlega nýliðun í
stétt hjúkrunarfræðinga né senda stjórnvöld frá sér skýr skila boð inn í kjarasamn-
12 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020
Tæpitungulaust
Hjúkrunarfræðingar eru súrefnið
— Helga Vala Helgadóttir
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður
Samfylkingar og formaður velferðar-
nefndar Alþingis.
Veik staða íslenska heilbrigðiskerfisins hefur verið umfjöllunarefni síðustu missera. Ég held
reyndar að rætt hafi verið um nauðsyn eflingar heilbrigðiskerfisins frá því ég man eftir mér en
minnist þó ekki viðlíka ástands og birtist okkur þessi dægrin. Fráflæðisvandi, atgervisflótti,
vaktaálag og mönnun eru orðin meðal algengustu orða fréttatímanna. Hættan er á að vitund
okkar stíflist við ofgnótt frétta af lasburða heilbrigðiskerfi og þið sem í því starfið eigið svo
miklu betra skilið en að það sé stöðugt talað niður því ykkar starf er svo sannarlega gott, en
gæti verið betra væri því sköpuð betri umgjörð. Á því bera stjórnvöld hvers tíma ábyrgð.
Þar hefur stjórnvöldum á Íslandi því miður ekki tekist nógu vel
upp enda hefur tilraunum hjúkrunarfræðinga til kjarabóta verið
tekið af fálæti og undanbrögðum undanfarin misseri. Því miður
virðist lítið breytast í þeim efnum þrátt fyrir augljósan skort á
hjúkrunarfræðingum.