Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2020, Blaðsíða 26
Ofmetnasta dyggðin er að segja já
við endalausum aukavöktum
— Signý Sveinsdóttir
Fullkomin hamingja er … að líða vel í eigin skinni og njóta lífsins. Hvað hræðist
þú mest? að missa ástvin og loftlagsbreytingarnar. Fyrirmyndin? Efst í huga er
amma kata því hún lifir lífinu eftir sinni sannfæringu óháð skoðunum annarra. Svo
hefur hún endalausa trú á sínu fólki og manni líður alltaf vel eftir samtal við hana.
Eftirlætismáltækið? Þetta reddast! Hver er þinn helsti kostur? ætli það sé ekki
þrjóska. hef komist í gegnum margt á þrjóskunni þótt það hafi oft verið krefjandi
fyrir foreldra mína þegar ég var yngri. Hvað vildirðu verða þegar þú varst ung? Ég
var alltaf að skipta um skoðun en man einna mest eftir því þegar ég vildi verða forn-
leifafræðingur eftir að hafa skoðað fornleifauppgröft á Skriðuklaustri. Eftirlætismatur -
inn? Morgunmaturinn er alltaf bestur. Hvaða löst áttu erfiðast með að þola í fari
annarra? neikvæðni og leti. Hverju ertu stoltust af að hafa áorkað? Steig verulega
út fyrir þægindarammann 2018 þegar ég flutti til Svíþjóðar og byrjaði að vinna á
sjúkrahúsi án þess að kunna stakt orð í sænsku daginn sem ég flutti út. upplifði
margar hlægilegar samræður við sjúklinga og samstarfsmenn fyrstu vikurnar. Eftir-
minnilegasta ferðalagið? keníaferðin með frábærum hjúkkuvinum sumarið fyrir
lokaárið í BS-náminu er eitt sem stendur upp úr. Ofmetnasta dyggðin? að segja já
við endalaust af aukavöktum. Hver er þinn helsti löstur? að trúa ekki nógu mikið á
sjálfa mig. Hverjum dáist þú mest að? Mömmu minni, algjör ofurkona. Eftirlætis-
höfundurinn? astrid Lindgren. Ofnotaðasta orðið eða orðatiltækið? úff, ég er
örugglega sek um að nota flest af þeim en ætli „heyrðu“ og „jæja“ sé ekki aðeins of
mikið notað af okkur Íslendingum. Mesta eftirsjáin? Of mikil brúnkukremsnotkun
á unglingsárum og fjöldamörg nammibindindi sem entust í mesta lagi í hálfan dag.
Eftirlætisleikfangið? Ég á risastórt og fallegt Playmo-hús sem mér þykir afar vænt
um. Stóra ástin í lífinu? Þessa dagana er það Móeiður Selja, systurdóttir mín. frábært
eintak af barni. Hvaða eiginleika vildirðu helst hafa? Vildi að ég gæti farið í handa-
hlaup, hef aldrei náð tökum á því. Þitt helsta afrek? Er stolt af því að hafa ekki borðað
kjöt eða dýraafurðir í 8 ár og svo auðvitað hjúkrunarfræðigráðan. Eftirlætisdýrið?
fílar. Hvar vildir þú helst búa? Skiptir ekki máli hvar það er en mér finnst mikilvægt
að það sé stutt í einhvers konar náttúru og að fjölskyldan mín sé nálægt. Hvað er
26 tímarit hjúkrunarfræðinga • 1. tbl. 96. árg. 2020
Setið fyrir svörum …
— Þrjár kynslóðir sitja fyrir svörum
Þau Signý Sveinsdóttir, Auður Elísabet Jóhannsdóttir og Jóhann Marinósson eiga það
sameiginlegt að starfa sem hjúkrunarfræðingar en þegar þau voru spurð að því hvað
þau vildu starfa við ung að árum þá er ekki margt sem sameinar þau þrjú. Signý vildi
vera fornleifafræðingur, Auður dansari og Jóhann bóndi. En þau eiga sitthvað sameigin -
legt fyrir utan starfsvettvanginn. Eftirlætisdýr Auðar og Jóhanns er kisa en fílar eru eftir -
læti Signýjar. Yrsa er í miklu eftirlæti hjá Auði og Jóhanni þegar kemur að höfundum en
eftirlætishöfundur Signýjar er Astrid Lindgren. En hvað hræðast þau mest? Loftslags-
breytingar, svara þær Signý og Auður, en Jóhann hræðist mest snáka.
Signý Sveinsdóttir, hjúkrunarfræð-
ingur á bráðamóttöku Landspítala.